Kínverskukennsla barna

Kínverskukennsla Barna – Auglýsing

Kínverskukennsla barna
Það ku vera fallegt í Kína

Þorgerður Anna lauk námi í almennum málvísindum og kínverskum fræðum við Háskóla Íslands og eins árs námsdvöl við Nanjing Háskóla í Kína 2009-2010. Nú starfar hún hjá Konfúsíusarstofnun og hefur kennt grunnskólabörnum kínversku í fjóra vetur. Hún segir frá kennslunni og býður áhugasömum í leiðinni að læra smá kínversku með kennsluaðferðum sínum.

Kínverskukennsla barna

Fyrirlesturinn verður haldinn fimmtudaginn 26. apríl í hinu glæsilega Kínasafni Unnar að Njálsgötu 33B, 101 Reykjavík. Safnið opnar kl. 18:00 með súpu og spjalli. Um 18:30 hefst síðan fyrirlesturinn sem miðað er við að taki u.þ.b. 30-40 mínútur.  Aðgangseyrir er 1000 krónur og er aðeins tekið við greiðslu með seðlum, ekki debet- eða kreditkortum. Ásamt súpu er brauð, kremkex og te í boði. Vegna þess að mikið er af brotthættum og verðmætum munum í safninu er miðað við 12 ára aldurstakmark.

Kínverskukennsla barna

Hér er skemmtilegt viðtal sem Björn Reynir Halldórsson, blaðamaður hjá Fréttatímanum, tók við Þorgerði 2016 um kennslu hennar. Þetta eru tvö pdf-skjöl.
Þorgerdur – Fyrri hluti
Þorgerdur – Seinni hluti.

Hér er hægt að lesa um aðra viðburði undir heitinu Það ku vera fallegt í Kína.

það Ku Vera Fallegt í Kína

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *