Category Archives: Saga Kím

Fyrirlestraröð Um Samskipti Kína Og ísland

Kina_og_Island_vefbordi3

Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn stendur ásamt Kínverska
sendiráðinu, Konfúsíusarstofnuninni Norðurljósum og Kínversk íslenska menningarfélaginu fyrir fyrirlestraröð í hádeginu næstu þriðjudaga um samskipti Íslands og Kína. Fyrirlestraröðin tengist sýningu í Þjóðarbókhlöðu, sjá:
https://landsbokasafn.is/index.php/news/977/56/KiNA-OG-iSLAND-samskipti-vinathjoda.

Dagskrá fyrirlestraraðarinnar verður sem hér segir: Continue reading Fyrirlestraröð Um Samskipti Kína Og ísland

Borgarstjórn Shanghai Heiðrar Formann Kím

Miðvikudaginn 7. september sæmdi borgarstjórn Shanghai-borgar 50 erlenda ríkisborgara heiðursmerki hinnar hvítu magnolíu, en magnolían er borgarblóm Shanghai. Þessi viðurkenning er veitt á hverju ári og eru tilnefningar fengnar frá fjölda samtaka svo sem samtökum iðnaðar, verslunar, menntastofnana og utanríkismála. Vináttusamtök Shanghai, sem sjá m.a. um ýmis utanríkissamskipti, tilnefndu að þessu sinni tvo einstaklinga, Samir Tajik, formann Vináttusamtaka Svartfjallalands og Arnþór Helgason, formann Kínversk-íslenska menningarfélagsins. Viðurkenning þessi hefur verið veitt frá árinu 1989 og hefur þeim stofnunum farið fjölgandi sem eiga þátt í þessari viðurkenningu. Continue reading Borgarstjórn Shanghai Heiðrar Formann Kím

Heimsókn í Borgarbókasafn Shanghai 2011

Haustið 2011 var 5 manna sendinefnd frá KÍM boðið til Kína vegna
undirbúnings 60 ára afmælis félagsins árið 2013.

Voru ýmsar stofnanir skoðaðar svo sem brúðuleikhús, borgarstjóri Suzhou  var sóttur heim og farið á fund deildarstjóra í Mennta- og
menningarmálaráðuneyti Kína.

Þá tók nefndin þátt í samkomu í tilefni af 40 ára stjórnmálaafmæli
Íslands og Kína þar sem þær Sigrún Hjálmtýsdóttir og Anna Guðný
Guðmundsdóttir skemmtu gestum.

Í nefndinni voru Arnþór Helgason, Kristján Jónsson, Edda
Kristjánsdóttir, Smári Baldursson og Sigrún Davíðs.

Þessa frásögn má finna á síðu Borgarbókasafns Shanghai.

http://www.library.sh.cn/Web/news/20111031/n49961656.html

50 ára Afmælishátíð Kím

Sunnudaginn 23. nóvember var efnt til hátíðarsamkomu í Norræna húsinu. Á eftir voru veitingar í boði félagsins og sýning á flugdrekunum. Fjölmörg atriði voru á dagskrá.

Ávörp fluttu Arnþór Helgason, formaður Kím og Chen Haosu, formaður kínversku vináttusamtakanna. Fjöldi atriða var á dagskrá. Hátíðina sóttu um 200 manns. Continue reading 50 ára Afmælishátíð Kím

Listfimleikaflokkur Frá Tianjin á íslandi

Eftir að Kínverska alþýðulýðveldið  heimti sæti sitt hjá Sameinuðu þjóðunum og þeim ríkjum fjölgaði sem tóku upp stjórnmálasamband við landið tóku Kínverjar að senda margs konar íþrótta- og listahópa til Vesturlanda. Kím hafði tekið á móti tónlistarhópi Uighura frá Xinjiang árið 1954 og Peking-óperunni árið eftir í samvinnu við Þjóðleikhúsið
Continue reading Listfimleikaflokkur Frá Tianjin á íslandi