Zhangjiajie jarðfræðigarðurinn í Hunan

Jarðfræði Kína

Kína býr yfir miklum jarðfræðilegum fjölbreytileika, gríðarlega langri jarðsögu og fallegu landslagi sem m.a. var fyrirmyndin af fljótandi klettum í kvikmyndinni Avatar. Brynhildur Magnúsdóttir, jarðfræðingur og jarðfræðikennari við Landbúnaðarháskóla Íslands mun flytja erindi á vegum Kínversk-íslenska menningarfélagsins og Konfúsíusarstofnuninnar Norðurljósa, sem býður einnig upp á ókeypis veitingar. Fyrirlesturinn verður haldinn fimmtudaginn 13. september kl. 17:30 – í stofu VHV-007, sem er í kjallara Veraldar, húsi Vigdísar, að Brynjólfsgötu 1, Reykjavík. Næg frí bílastæði eru við bygginguna. Fyrst geta gestir spjallað saman og fengið sér veitingar en síðan er fyrirlesturinn sem miðað er við að taki um 30-40 mínútur.
BrynhildurBrynhildurBrynhildur

2 thoughts on “Jarðfræði Kína”

  1. Var einmitt í Kína í sumar á vegum UNESCO Global Geoparks við úttekt (revalidation) á Leye-Fengshan jarðvangnum. Stórfenglegt Karst landslag. Það hefur verið búið til nýyrðið jarðvangur sem þýðing á orðinu geopark, betra en jarðfræðigarður því geoparks eru ekki bara um jarðfræði. Missi af fyrirlestrinum á morgun þar sem ég er staddur í Adamello Brenta UNESCO Global Geopark á Ítalíu á 8. International Conference on UNESCO Global Geoparks fyrir hönd Kötlu jarðvangs.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *