Garðbúar

Náttúruleg kínversk-íslensk heilsuvernd

 

Vegna faraldursins er þessum viðburði frestað um óákveðinn tíma.

Viðburður: Vatn úr bergvatnslind notað til að búa til te skv. kínverskri hefð. Lífrænt ræktað grænmeti sem meðlæti. Kínversk leikfimi.
Tími: Sunnudaginn 8. ágúst kl. 14:00.
Staður: Skátaskálinn Lækjabotnar.
Aðgangur: Ókeypis

Kínversk-íslenska menningarfélagið og Konfúsíusarstofnun Norðurljós ætla að hefja aftur viðburðaröðina Snarl og spjall um Kína. Í kjölfar faraldursins leggja margir líklega meiri áherslu á heilsuvernd og því verður sérstök áhersla á tengsl Kína og Íslands á það. Þess vegna verður byrjað á að fara á fallegan stað skammt frá Reykjavík þar sem fólki gefst tækifæri á að spjalla, njóta veitinga og gera nokkrar æfingar.

Skátaskálinn Lækjabotnar
Ekið er til austurs Suðurlandsveg frá Olís við Rauðavatn og beygt til hægri þar sem er blátt umferðarmerki sem á stendur: ,,Sumarhús”. Ekið er til suðurs og beygt til vinstri þar sem er stórt grænt spjald, sem á stendur m.a. ,,SKÓGRÆKTARFÉLAG KÓPAVOGS” og ekið að skátaskálanum. Leiðin er sýnd hér að neðan með korti, ljósmyndum og myndbandi. Það má leggja á túninu en menn beðnir að leggja við hlið annarra bifreiða til að nýta plássið. Í skátaskálanum eru salerni.
Garðbúar

Garðbúar Garðbúar

Kínverskt te og leikfimi
Náttúrleg uppspretta vatns skiptir máli í kínverskri tehefð og því fá gestir að fylgjast með Dong Qing Guan, eiganda Heilsudrekans, taka vatn úr bergvatnslind og búa til kínverskt heilsute sem gestir fá. Hún mun bjóða gestum að gera nokkrar léttar kínverskar æfingar.
Dong

Garðbúar Garðbúar

Fróðleikur um te og kínverskar æfingar

Samband Tai Chi og Qigong við te, er eins og allt sem tengist hefðbundinni kínverskri menningu á sér langa og flókna sögu. Að drekka te hefur verið kínverskur siður í þúsundir ára og elstu heimildir eru frá 10. öld f.Kr. Kínverski heimspekingurinn Laozi lýsti tei sem „froðunni í fljótandi jaðri“ og kallaði það ómissandi innihaldsefni í lífsins elixír sem hann telur að það sé mikilvægt fyrir langlífi okkar og heilsu. Margar vísindalegar rannsóknir hafa sýnt fram á heilsufarslegan ávinning af Tai Chi og te. Dr. Greenwood, sérfræðingur um samband mataræðis, næringar og heilaheilsu, telur að efnasamböndin í te virðast hafa áhrif á nánast allar frumur líkamans með jákvæðum hætti. Talið að með því að drekka að minnsta kosti einn bolla af grænu, svörtu, hvítu eða oolong tei á dag geti stuðlað verulega að eflingu lýðheilsu. Þannig að það hefur líkamlegan ávinning eins og Tai Chi.

Dong Dong

 ,,Tea and Tai Chi is being-in-the-world, being part of the world, being in harmony with the world, being in nature.”

Dong Dong

Varaáætlun
Vonandi verður gott veður en hægt að leita sér skjóls í skálanum ef það rætist ekki en það mun ekki hafa áhrif á ofangreinda viðburði. Ef það lekur ekki úr bergvatnslindinni, sem hefur stundum komið fyrir, þá verður notað vatn úr krana skátaskálans, sem kemur úr borholu við hraunjaðarinn vestan við Íslandsbanka bústaðinn. Það er sama vatnið og rennur í Gvendarbrunna.

Lífrænt ræktað grænmeti
Sem meðlæti verður boðið upp á lífrænt ræktað grænmeti frá Sólheimum sem starfsmaður þess mun kynna. Starf Sólheima byggir á grunni Sesselju Hreindísar Sigmundsdóttur sem mótaður var af íslenskum veruleika í byrjun 20. aldar og m.a. mannspeki (anthroposophy) og lífefldri ræktun (bio-dynamics) Rudolf Steiners (1861 – 1925 ). Það hefur haft víðtæk áhrif hérlendis m.a. á Sólheima, Skaftholt, Brauðhúsið í Grímsbæ og Waldorfskóla m.a. einn sem er skammt frá skátaskálanum. Almennt er talið að upphaf lífrænnar ræktunar, ekki aðeins á Íslandi, heldur einnig á Norðurlöndunum, hafi verið á Sólheimum. Lífræn ræktun byggir á því að varðveita frjósemi jarðvegsins og ekki er notast við kemísk efni til að auka vaxtarhraða grænmetisins. Lífrænar varnir eru notaðar til að takast á við óværur sem koma upp. Skiptirækt er stunduð til að viðhalda frjósemi jarðvegsins og minnka hættuna á sjúkdómum. Við ræktunina er notast við moltu, fiskimjöl og þörungamjöl.

Sunna

Til gamans má geta þess að Waldorfnám er stundað á um 350 stöðum í Kína og hér er áhugavert myndband:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *