Allur Heimurinn í Kína

Allur heimurinn í Kína

Þorgerður Anna Björnsdóttir
kínverskukennari við Konfúsíusarstofnun

Síðan í æsku hef ég haft mikinn áhuga á tungumálum og menningu heimsins. Veturinn 2009-2010 gafst mér tækifæri að fara til Kína sem skiptinemi frá Háskóla Íslands. Ég fór til gömlu menningarborgarinnar Nanjing í Jiangsu-héraði, þar sem mikill fjöldi skiptinema stundaði nám við Nanjing háskóla. Við vorum þarna saman komin ungt námsfólk frá öllum hinum byggðu álfum heimsins og ég eignaðist fljótt góða vini  frá Indlandi, Chile, Kólumbíu, Eistlandi, Úsbekistan, Spáni, Þýskalandi, Póllandi, Frakklandi, Bretlandi, Bandaríkjunum, Kanada, Suður-Afríku, Japan, Kóreu og Kína. Við æfðum okkur að handskrifa kínversk tákn, lærðum að prútta á mörkuðum og notuðum öll tækifæri til að ferðast saman um Kína í leit að ævintýrum. 

Continue reading Allur Heimurinn í Kína

Aðalfundur Kím 22.10.2019

Aðalfundur KÍM 22. október 2019
– á veitingastaðnum Jia Yao í Ármúla 5

66. starfsár Kínversk-íslenska menningarfélagsins.

Fundarstjóri: Kristján Jónsson
Fundarritari: Þorgerður Anna Björnsdóttir
Fundur settur kl.18:10 og fundargestir 24 talsins (Jin sendiherra og Sun Chi aðstoðarkona hans komu í lok fundar).

Formaður KÍM, Þorkell Ó. Árnason, biður G. Jökul Gíslason meðstjórnanda að tala fyrir sína hönd, þar sem hann er raddlítill eftir veikindi.

Jökull mælir með Kristjáni Jónssyni sem fundarstjóra og Þorgerði Önnu Björnsdóttur sem fundarritara. Er það samþykkt.

Continue reading Aðalfundur Kím 22.10.2019