Category Archives: Heiðursfélagar

Fundargerð aðalfundar kím 27.10.2022

Aðalfundur KÍM haldinn á Tian 27. október 2022

Á fundinn mættu 14 félagsmenn – stjórnarmenn meðtaldir.

Gísli Jökull Gíslason var kosinn fundarstjóri og Edda Kristjánsdóttir ritari.

Skýrsla formanns, Þorkels Ólafs Árnasonar.
Starfsemi félagsins var í lágmarki fyrrihluta árs vegna covid sóttvarna. Continue reading Fundargerð aðalfundar kím 27.10.2022

Gaman í kína

Gaman í Kína
Guðrún Margrét Þrastardóttir

Guðrún Margrét Þrastardóttir hóf störf í Sendiráði Íslands í Beijing árið 1999, og bjó í borginni í 3 ár.

Ég  var einstæð móðir og flutti með Þröst son minn til Beijing en við höfðum aldrei komið til Kína áður og hafði ég alls ekki leitt hugann að því að búa þar. Þröstur fékk skólavist í góðum alþjóðlegum skóla, þar sem hann naut sín daglega en hann ferðaðist þangað með skólabíl.

Í heimsókn í skóla Þrastar, Western Academy of Beijing árið 2014 – Þröstur með aðalkennara sínum
Í heimsókn í skóla Þrastar, Western Academy of Beijing árið 2014 – Þröstur með aðalkennara sínum
Continue reading Gaman í kína

Kínverskukennsla

Kínverskukennsla
Þorgerður Anna Björnsdóttir

Það getur virst mjög erfitt fyrir fullorðna að læra kínversku en etv. mun auðveldara og skemmtilegra ef notaðar eru sömu aðferðir og Þorgerður Anna notar til þess að kenna litlum börnum. Hún hefur mjög lifandi og skemmtilega framkomu þannig að hún er ansi góð kennslukona. Þegar tungumál eru kennd í skólum er oft lögð mikla áherslu á málfræði og stafsetningu, en í kínversku eru notuð tákn og framburður skiptir miklu máli. Ef fullorðnir læra grunnatriði eins og Þorgerður Anna kennir þau þá geta þeir seinna fengist við flóknari atriði eins og setningarfræði.
Continue reading Kínverskukennsla

Kína og seinni heimstyrjöldin

Kína og seinni heimsstyrjöldin
Gísli Jökull Gíslason

Fimmtudaginn 22. mars hélt Gísli Jökull Gíslason fyrirlestur um Kína og seinni heimstyrjöldina.
Jökull flutti erindi um um Kína og seinni heimstyrjöldina.

Gísli Jökull Gíslason er höfundur bókarinnar Föðurlandsstríðið mikla og María Mitrofanova og hefur kennt námskeið hjá Endurmenntun Háskóla Íslands um þetta efni. Continue reading Kína og seinni heimstyrjöldin

Nýársgleði unnar guðjónsdóttur

Það ku vera fallegt í Kína
Nýársgleði Unnar Guðjónsdóttur

Unnur Guðjónsdóttir rekur Kínaklúbb Unnar og hefur í yfir þrjátíu ár farið með Íslendinga í ferðir til Kína þar sem hún kynnir menningu landsins til sveita og borga. Auk Kínaklúbbsins rekur hún Kínasafn að Njálsgötu 33B og má þar líta ótrúlegt úrval fallegra og merkra muni frá Kínaveldi.
Unnur
Continue reading Nýársgleði unnar guðjónsdóttur