Category Archives: Sendinefndir

Skýrsla Kím 2015-16

Skýrsla um starf Kínversk-íslenska menningarfélagsins
starfsárið 2015-16

Stjórn KÍM var kjörin á aðalfundi félagsins sem haldinn var á veitingastaðnum Tian í Reykjavík 9. nóvember 2015. Stjórnarfundir voru 7 á starfsárinu.

Sú ánægjulega breyting varð á starfi félagsins að efnt var til nokkurra funda auk kennslu í majiong-spilinu. Continue reading Skýrsla Kím 2015-16

Heimsókn í Borgarbókasafn Shanghai 2011

Haustið 2011 var 5 manna sendinefnd frá KÍM boðið til Kína vegna
undirbúnings 60 ára afmælis félagsins árið 2013.

Voru ýmsar stofnanir skoðaðar svo sem brúðuleikhús, borgarstjóri Suzhou  var sóttur heim og farið á fund deildarstjóra í Mennta- og
menningarmálaráðuneyti Kína.

Þá tók nefndin þátt í samkomu í tilefni af 40 ára stjórnmálaafmæli
Íslands og Kína þar sem þær Sigrún Hjálmtýsdóttir og Anna Guðný
Guðmundsdóttir skemmtu gestum.

Í nefndinni voru Arnþór Helgason, Kristján Jónsson, Edda
Kristjánsdóttir, Smári Baldursson og Sigrún Davíðs.

Þessa frásögn má finna á síðu Borgarbókasafns Shanghai.

http://www.library.sh.cn/Web/news/20111031/n49961656.html

Fundur Með Nefnd Kínversku Listamannasamtakanna

Í júní 2016 sótti nefnd á vegum Kínversku listamannasamtakanna (China Federation of Literary and Art Circles) Kínversk-íslenska menningarfélagið heim, en nokkurt samstarf hefur verið á milli samtakanna um árabil. Tilgangur heimsóknarinnar var að efla þetta starf enn frekar.

Fundur með nefndarmönnum var haldinn á heimili Hrafns Gunnlaugssonar mánudaginn 20. júní. Af hálfu Kím sátu fundinn Guðrún Margrét Þrastardóttir, Kristján H. Kristjánsson og Ásgeir Beinteinsson auk gestgjafans, Hrafns, sem sýndi gestum húsið og umhverfi þess. Sérstaklega var skoðaður járnhörgurinn sem  Hilmar Örn Hilmarsson,
allsherjargoði, helgaði Óðni árið 2014. Continue reading Fundur Með Nefnd Kínversku Listamannasamtakanna

Flugdrekahátíð á Valhúsahæð

Haustið 2003 voru liðin 50 ár frá stofnun Kím. Í tilefni þess kom hingað sendinefnd frá Vináttusamtökum kínversku þjóðarinnar við erlend ríki. Formaður hennar var Chen Haosu, forseti samtakanna. Auk þess að halda  upp á afmælið hittu nefndarmenn forseta Íslands og fulltrúa Félagsmálaráðuneytisins, en Kínverjum lék hugur á að forvitnast um félagslega aðstoð á Íslandi.

Chen Haosu, forseti Vináttusamtökum kínversku þjóðarinnar, er fremstur og fyrir miðju á myndinni.
Chen Haosu, forseti Vináttusamtökum kínversku þjóðarinnar, er fremstur og fyrir miðju á myndinni.

Continue reading Flugdrekahátíð á Valhúsahæð

Nefnd Frá Huangpu Kynnir Sér Endurgerð Gamalla Bygginga

Sunnudaginn 9. ágúst kom hingað til lands 6 manna sendinefnd frá Huangpu-hverfi í Shanghai. Nefndin hefur verið á ferð um Evrópu að kynna sér endurgerð gamalla bygginga. Huangpu er í hinum svo kallaða Evrópuhluta Shanghai og þar er fjöldi gamalla húsa frá þeim tíma að Evrópumenn réðu lofum og lögum í borginni.

1_Kina_ArbajarsafnErindi nefndarmanna var að kynna sér viðhald og endurgerð ásamt húsafriðun. Continue reading Nefnd Frá Huangpu Kynnir Sér Endurgerð Gamalla Bygginga