Aðalfundur KÍM 01. nóvember 2023 á veitingastaðnum Tian
70. starfsár Kínversk-Íslenska menningarfélagsins.
Fundarstjóri: G. Jökull Gíslason og Kristján Jónsson í kosningahluta fundarins
Fundur settur kl.18:15 og fundargestir 21 talsins.
Formaður KÍM, Kristján Jónsson, tekur til máls, setur fundinn og býður gesti velkomna. 1. Skýrsla formanns.
Formaður fór yfir starfsemi síðasta árs, og greindi frá því að fyrri formaður KÍM, Þorkell Ólafur Árnason, hefði sagt sig frá störfum vegna slæmrar heilsu og varaformaður þá tekið við. Kristján minnti á að þetta er 70. starfsár KÍM en það var stofnað árið 1953 og að félagið sé elsta starfandi menningarfélagið með tengsl við Kína. Continue reading Fundargerð Aðalfundar Kím 1. Nóvember 2023→
Fyrirlestraröðin Snarl og spjall um Kína heldur áfram og næsta fyrirlestur flytur Sandra Yunhong She, eigandi Arctic Star ehf. (www.arcticstar.is). Fyrirtækið var stofnað árið 2008 og hefur sérhæft sig í þróun á fæðubótarefnum með framleiðslu, markaðssetningu og sölu á hágæða heilsuvörum um allan heim. Á kínversku eru sæbjúgu kölluð “Haishen” sem þýðir “ginseng hafsins”, enda innihalda þau fjöldan allan af gagnlegum efnum. Continue reading Fæðubótarefni úr íslenskum Sæbjúgum→
Hætt við Snarl og spjall um Kína fimmtudaginn 12.03.2020
Góðan daginn
Af öryggisástæðum er hætt við Snarl og spjall um Kína í dag þar sem Yan Ping Li ætlaði að flytja erindi um mikilvægi menningar í viðskiptum við Kína. Hættan af COVID-19 hefur aukist verulega að undanförnu og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra ráðleggur að á meðan faraldur geisar þurfi ávallt að meta hvort rétt sé að halda viðburð eða hvort betra sé að fresta tilteknum viðburði þar til faraldur er genginn yfir.
Stefnt er að því að flytja erindið síðar og verður það auglýst þegar fram líða stundir.
Með kveðju frá Kínversk-íslenska menningarfélaginu
Sendiherra Kína á Íslandi, Hr. Jin Zhijiang, langar að bjóða þeim sem áhuga hafa á fund um COVID-19 veirusjúkdómin í Kína. Fundurinn verður haldin í sendiráði Kína á Íslandi (Bríetartún1, 105 Reykjavík), föstudaginn 28. febrúar kl 15:00. Boðið verður upp á síðdegiste.Continue reading Fundur Um Covid-19→
Fundarstjóri: Kristján Jónsson Fundarritari: Þorgerður Anna Björnsdóttir Fundur settur kl.18:10 og fundargestir 24 talsins (Jin sendiherra og Sun Chi aðstoðarkona hans komu í lok fundar).
Formaður KÍM, Þorkell Ó. Árnason, biður G. Jökul Gíslason meðstjórnanda að tala fyrir sína hönd, þar sem hann er raddlítill eftir veikindi.
Jökull mælir með Kristjáni Jónssyni sem fundarstjóra og Þorgerði Önnu Björnsdóttur sem fundarritara. Er það samþykkt.
Kínversk-íslenska menningarfélagið var stofnað haustið 1953. Árið áður hélt íslensk sendinefnd til Kína, en boð þar um hafði borist hingað til lands. Í nefndinni voru m.a. Jóhannes úr Kötlum og Þórbergur Þórðarson, fulltrúi Esperantista.
Áhugi Kína á málefnum norðurslóða hefur stóraukist á undanförnum árum. Egill Þór Níelsson var við Heimskautastofnun Kína síðastliðin átta ár og fylgdist með þróun mála frá fyrstu hendi. Í erindi sínu greinir hann frá þátttöku sinni í leiðangri ísbrjótsins Snædrekans frá Kína til Íslands í gegnum N-Íshafið sumarið 2012, stofnun og starfsemi kínversk-norrænu norðurslóðamiðstöðvarinnar frá 2013 og setur þá reynslu í víðara samhengi við þátttöku Kína á norðurslóðum í vísindalegu samstarfi og alþjóðaviðskiptum með tilliti til breyttrar heimsmyndar. Egill Þór Níelsson er sérfræðingur á alþjóðasviði Rannís og vinnur að doktorsverkefni um samskipti Kína og Norðurlandanna um málefni norðurslóða við Háskóla Íslands og Lapplandsháskóla.Continue reading Kína Og Málefni Norðurslóða→