Jarðhitaævintýri

För kínversks námsmanns um Ísland, brúarsmíði menningarheima og atvinnugreina
Tingting Zheng

Jarðhitaævintýri

Tingting Zheng stundar doktorsnám í jarðvísindum við Háskóla Íslands sem meðlimur í GRÓ-jarðhitaþjálfun UNESCO (GRÓ – Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu).  Hún er með B.Sc. gráðu í vatnafræði og auðlindaverkfræði og M.Sc. gráðu í grunnvatnsvísindum og verkfræði frá China University of Geosciences. Áður starfaði Tingting sem vatnajarðfræðingur í Kína og tók nýlega við nýju hlutverki sem jarðhitalónsverkfræðingur í hlutastarfi hjá Arctic Green Energy, alþjóðlegu fyrirtæki á sviði endurnýjanlegrar orku. Auk þess er hún meðstofnandi Iceland Academy ehf., íslensku fyrirtækis sem sérhæfir sig í að veita upplýsingar um innritun í íslenska háskóla og bjóða kínverskum háskólanemum upp á nám á Íslandi. Continue reading Jarðhitaævintýri

Chinese Internet Language and Culture

Chinese Internet Language and Culture
Yabei Hu

Yabei Hu, kínverskukennari og myndasöguteiknari, flytur erindi um kínverskt netmál og menningu. Tungumál netheima eru stútfull af slangri, dulinni merkingu og óvæntum nálgunum. Hvort sem þú talar reiprennandi kínversku eða alls enga er fjölmargt sem þú getur lært um menningu kínverskra netheima. Viðburðurinn fer fram á ensku – nánari upplýsingar hér að neðan. Continue reading Chinese Internet Language and Culture

Kínversk íslenska Menningarfélagið 70 ára

Kínversk íslenska menningarfélagið 70 ára

Kínversk íslenska menningarfélagið var stofnað 20. október árið 1953 og í fyrstu stjórn þess voru Jakob Benediktsson, Jóhannes úr Kötlum, Nanna Ólafsdóttir, Ísleifur Högnason, Sigurður Guðmundsson, Skúli Þórðarson og Zophonías Jónsson.
Continue reading Kínversk íslenska Menningarfélagið 70 ára

Ræða Sendiherra Kína Vegna 70 ára Afmælis Kím

Speech of H.E. Ambassador He Rulong at the Symposium and Briefing Marking the 70th Anniversary of the Founding of KÍM
(13:00, November 29. House of Collections)

SendiherraDear Chairman Arnar Steinn Þorsteinsson, Ladies and gentlemen,

Welcome to the Symposium and Briefing marking the 70th anniversary of the founding of Kínverska Íslenska Menningarfélagið (KÍM)!
Continue reading Ræða Sendiherra Kína Vegna 70 ára Afmælis Kím

Fundargerð Aðalfundar Kím 1. Nóvember 2023

Aðalfundur KÍM 01. nóvember 2023 á veitingastaðnum Tian

70. starfsár Kínversk-Íslenska menningarfélagsins.
Fundarstjóri: G. Jökull Gíslason og Kristján Jónsson í kosningahluta fundarins

Fundur settur kl.18:15 og fundargestir 21 talsins.

Formaður KÍM, Kristján Jónsson, tekur til máls, setur fundinn og býður gesti velkomna.

1. Skýrsla formanns.
Formaður fór yfir starfsemi síðasta árs, og greindi frá því að fyrri formaður KÍM, Þorkell Ólafur Árnason, hefði sagt sig frá störfum vegna slæmrar heilsu og varaformaður þá tekið við. Kristján minnti á að þetta er 70. starfsár KÍM en það var stofnað árið 1953 og að félagið sé elsta starfandi menningarfélagið með tengsl við Kína.

Continue reading Fundargerð Aðalfundar Kím 1. Nóvember 2023

Hinn Fullkomni Tebolli

Teathöfn, taichi og qigong

Sunnudaginn 7. maí héldu KÍM og Konfúsíusarstofnun í samvinnu við Heilsudrekann heilsudag með kínverskri teathöfn og qigong við Skátaskálann á Lækjarbotnum. Skammt frá skálanum er bergvatnslind þar sem streymir fram hreint og tært drykkjarvatn, tilvalið til notkunar í tedrykkju. Þannig mætast hreint íslenskt vatn og hágæða kínversk telauf og úr verður hinn fullkomni tebolli. 

Continue reading Hinn Fullkomni Tebolli

Heilsudagur – Kínversk Teathöfn Með íslensku Bergvatni

 

Viðburður: Vatn úr bergvatnslind notað til að búa til te skv. kínverskri hefð. Íslenskt grænmeti og kínversk leikfimi.
Tími: Sunnudaginn 7. maí 2023 kl. 14:00.
Staður: Skátaskálinn Lækjabotnar.
Aðgangur: Ókeypis

Sunnudaginn 7. maí mun Kínversk-íslenska menningarfélagið (KÍM) og Konfúsíusarstofnun í samstarfi við Heilsudrekann bjóða gestum að njóta kyrrlátrar teathafnar og hugleiðslu á fallegum stað skammt frá Reykjavík. Ætlunin er að vera úti í náttúrunni við skátaskálann á Lækjarbotnum en hægt verður að fara inn í skálann ef rignir og til að nota salerni.  Þar sem ekki eru mjög mörg bílastæði í boði er best ef fólk sameinast í bíla. Við minnum líka á hlýjan og þægilegan fatnað. Continue reading Heilsudagur – Kínversk Teathöfn Með íslensku Bergvatni