Kínverska Forsetafrúin Söng á íslensku árið 1980

Árið 1980 kom hingað þjóðleg hljómsveit frá Kína. Kím annaðist móttöku  hennar ásamt Karlakór Reykjavíkur, en hann hafði farið til Kína árið áður.

Kínverska forsetafrúin Peng Liyuan er sjöunda frá vinstri.
Kínverska forsetafrúin Peng Liyuan er sjöunda frá vinstri. – Magnúsar Karels Hannessonar ©.

Á meðal tónlistarmanna var Peng Liyuan, þjóðlagasöngkona. sem þá var á 18. ári. Síðar varð hún fyrst kvenna til að ljúka doktorsnámi í
þjóðlegri, kínverskri tónlist. Þegar tímar liðu fram varð hún eiginkona  Xi Jinping, forseta Kína. Hún söng m.a. lag Jóns Þórarinssonar, Fuglinn í fjörunni og hreif með því hug og hjörtu áheyrenda.

Hér er hægt að hlusta á Peng Liyuan syngja þjóðvísuna ,,Fuglinn í Fjörunni” eftir Jón Þórarinsson. Hin þjóðlega hljómsveit frá Jinan leikur undir stjórn Liu Hanlin.

Wang Hongyi er lengst til hægri.
Wang Hongyi er lengst til hægri. – Magnúsar Karels Hannessonar ©.

Sú sem fylgir formanni Kím, Arnþóri Helgasyni, er Wang Hongyi, sem leikur á liuqin-strengjahljóðfæri. Hún var þá 12 ára gömul. Hún er nú þekkt víða um lönd fyrir list sína.

3 thoughts on “Kínverska Forsetafrúin Söng á íslensku árið 1980”

  1. Tónlistarfólkið kom fram í þætti í Sjónvarpinu og flutti líka m.a. „Austan kaldinn á oss blés“ í mjög skemmtilegri útsetningu. Því miður virðist þátturinn hafa glatast.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *