Málstofa Um Seinni Heimsstyrjöldina í Kína

Föstudaginn 28. Ágúst 2015 var haldin málstofa um seinni heimsstyrjöldina í Kína í minningu þess að um þetta leyti voru liðin 70 ár frá því að Kínverjar unnu sigur á japanska innrásarhernum. Kínverska sendiráðið á Íslandi stóð að málstofunni ásamt Félagi Kínverja á Íslandi, Kínversk-íslenska menningarfélaginu og Íslensk-kínverska viðskiptaráðinu. Málstofuna sóttu um 60 manns.

WP_2_WW2

Zhang Weidong, sendiherra Kínverska alþýðulýðveldisins, flutti opnunarerindi um þá arfleifð sem þessir atburðir hafa skilið eftir sig. Ræddi hann m.a. um tregðu Japanskra stjórnvalda við að horfast í augu við fortíðina og viðurkenna þau grimmdarverk sem framin voru á meðan á hernámi þeirra stóð. Taldi hann nauðsynlegt að menn lærðu af sögunni og forðuðust slíka atburði í framtíðinni.

Frá vinstri: Davíð Tong Li, Arnþór Helgason og Zhang Weidong.
Frá vinstri:  Davíð Tong Li,  Arnþór Helgason og  Zhang Weidong.

Arnþór Helgason, formaður Kím, minnti á þá staðreynd að styrjaldarástand hefði ríkt í Kína frá því að Bretar hófu ópíumstríðið árið 1840 og landinu hefði í raun verið skipt á milli helstu stórvelda heimsins. Rakti hann í stuttu máli þróun atburða sem urðu til þess að alþýðulýðveldi var stofnað árið 1949.

Í erindi sínu ræddi Davíð Tong Li, formaður Félags Kínverja á Íslandi, þá staðreynd að ungt fólk í Kína hefði ekki kynnst þeim ógnum sem stríðsátök hefðu í för með sér. Sagði hann að nauðsynlegt væri að hafa í heiðri þær fórnir sem færðar hefðu verið til þess að hægt væri að byggja upp nútíma þjóðfélag í landinu.

Magnús Björnsson, forstöðumaður Konfúsíusarstofnunarinnar Norðurljósa.
Magnús Björnsson, forstöðumaður Konfúsíusarstofnunarinnar Norðurljósa.

Í ræðu sinni minntist Magnús Björnsson, forstöðumaður Konfúsíusarstofnunarinnar Norðurljósa, þeirra, sem fórnuðu lífi sínu og limum til þess að frelsa kínversku þjóðina undan oki kúgunar erlendra afla.

Gísli Jökull Gíslason, félagi í Kím.
Gísli Jökull Gíslason, félagi í Kím.

Gísli Jökull Gíslason flutt því næst erindi þar sem hann rakti meginþættina í gangi stríðsins. Hann minnti á að Evrópsku stórveldin, Bretar og Þjóðverjar ásamt Bandaríkjamönnum hefðu tekið virkan þátt í stríðsátökunum. Var fyrirlestur hans studdur myndum sem tengdust því sem fjallað var um.

Að lokum var sýnd kvikmyndin Truth and Denial um þá arfleifð sem styrjöldin hefur skilið eftir og fjallað um hvernig unnið hefur verið að því á alþjóða vettvangi að tryggja stöðugleika í alþjóða samfélaginu.

Frá vinstri: Zhang Weidong, Elín Árnadóttir og Arnþór Helgason.
Frá vinstri:  Zhang Weidong,  Elín Árnadóttir og  Arnþór Helgason.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *