Category Archives: Þjóðmál

Chinese Internet Language and Culture

Chinese Internet Language and Culture
Yabei Hu

Yabei Hu, kínverskukennari og myndasöguteiknari, flytur erindi um kínverskt netmál og menningu. Tungumál netheima eru stútfull af slangri, dulinni merkingu og óvæntum nálgunum. Hvort sem þú talar reiprennandi kínversku eða alls enga er fjölmargt sem þú getur lært um menningu kínverskra netheima. Viðburðurinn fer fram á ensku – nánari upplýsingar hér að neðan. Continue reading Chinese Internet Language and Culture

The Asian Imaginary in Icelandic Society

The Asian Imaginary in Icelandic Society

The lecture is in English. 

An informal discussion with Wei Lin and Elizabeth Lay about their different perspectives of living in Iceland as a Chinese/Icelandic musician and a Chinese-American educational researcher, especially following the public criticism of the production of Madame Butterfly by the Icelandic Opera. The responses from the Asian community, the arts community, and the general public have exposed a difficult and complicated relationship between the acceptance of Asians in Iceland and (lack of) representation in the arts. They will share their experiences and impressions of how Icelandic institutions can create more inclusive environments to recognize the diversity of its population. Continue reading The Asian Imaginary in Icelandic Society

ættleidd Frá Kína

Hrafnhildur Ming Þórunnardóttir er á öðru ári í Kvennaskólanum í Reykjavík.  Hún er ættleidd frá Kína og hefur búið á Íslandi frá því hún var 14 mánaða. Í kynningunni mun hún tala um það hvernig það hefur verið fyrir hana að búa á Íslandi, hafandi annað útlit og annan bakgrunn en flestir Íslendingar. Þá mun hún líka tala um ferðina sína aftur til Kína og upplifun þar en þangað fór  með móður sinni árið 2011 til að heimsækja gamlar slóðir. Continue reading ættleidd Frá Kína

Gaman í Kína

Gaman í Kína
Guðrún Margrét Þrastardóttir

Guðrún Margrét Þrastardóttir hóf störf í Sendiráði Íslands í Beijing árið 1999, og bjó í borginni í 3 ár.

Ég  var einstæð móðir og flutti með Þröst son minn til Beijing en við höfðum aldrei komið til Kína áður og hafði ég alls ekki leitt hugann að því að búa þar. Þröstur fékk skólavist í góðum alþjóðlegum skóla, þar sem hann naut sín daglega en hann ferðaðist þangað með skólabíl.

Í heimsókn í skóla Þrastar, Western Academy of Beijing árið 2014 – Þröstur með aðalkennara sínum
Í heimsókn í skóla Þrastar, Western Academy of Beijing árið 2014 – Þröstur með aðalkennara sínum
Continue reading Gaman í Kína

Jarðfræðingur Með Kínadellu

Jarðfræðingur með kínadellu
Brynhildur Magnúsdóttir

Árið 2013 ákvað ég að setjast aftur á skólabekk eftir margra ára hlé, en ég hafði áður lokið M.Sc gráðu í Jarðfræði, og hóf nám í kínverskum fræðum við Háskóla Íslands. Ég hafði nú ekki miklar væntingar um mikin námsárangur þegar ég hóf námið, en vonaðist til að ég myndi öðlast grundvallarskilning á tungumálinu, þannig að maður gæti bjargað sér úti á götu. Námið reyndist síðan bráðskemmtilegt, þó það hafi verið mjög erfitt að byrja að læra kínverskuna, og ákvað að ég útskrifast með B.a gráðu úr þessu námi, en til þess að ná því verða nemendur að dvelja eitt námsár í Kína í ströngu tungumálanámi. Ég valdi að fara til Ningbo háskóla, sem er í Zhejiang héraði í Kína, rétt fyrir sunnan Shanghai, en Ningbo háskóli er samstarfsháskóli Háskóla Íslands.

Continue reading Jarðfræðingur Með Kínadellu

Kínverskir Ferðamenn

Að taka á móti 90 þúsund kínverskum ferðamönnum 
Danielle Neben

Erindið flutt á ensku – Lecture in English.

Árið 2018 komu næstum 90.000 kínverskir ferðamenn til landsins. Samkvæmt framtíðarspám mun fjöldinn halda áfram að aukast með hugsanlegu beinu flugi frá Kína og auknum fjölda Kínverja með vegabréf. Í dag eru aðeins um 10% kínversku þjóðarinnar með vegabréf – um 100 milljón manns. Margir hafa hug á því að ferðast til einstakra áfangastaða eins og til Íslands.

Rannsóknir sýna að þegar Kínverjar ferðast erlendis eyða þér háum fjárhæðum til gjafakaupa, í dagsferðir og á veitingastöðum. Þetta er nýr hluti markaðarins innan ferðamannabransans.
Danielle

Danielle Neben, markaðsstjóri ePassi á Íslandi, mun fjalla um hvernig best sé að taka vel á móti kínverskum ferðamönnum á Íslandi. Umræðuefni hennar snýr að markaðssetningu, farsímagreiðslum og kínverskri menningu. Continue reading Kínverskir Ferðamenn

Grínað í Kína

Grínað í Kína

Helgi Steinar Gunnlaugsson mun segja frá uppistandi hans og félaga í Kína og ráðgjafafyrirtæki hans Kínversk Ráðgjöf sem m.a. hefur rannsakað útflutningsmöguleika fyrir íslenskan landbúnað í Kína. Helgi hefur túlkað fyrir kínverskar stórstjörnur sem komið hafa hingað landsins til að taka upp bíómyndir eins og Jing Tian (Great Wall) og Winston Chow (Meg). Hann er með BA gráðu í kínverskum fræðum frá H.Í. og mastersgráðu í Alþjóðasamskiptum frá Háskólanum í Peking. Mastersritgerðin fjallar um Fríverslunarsamninginn á milli Íslands og Kína og Nubo málið á Grímsstöðum.
Continue reading Grínað í Kína

Byggjum Bjartari Framtíð í Samskiptum Kína Og íslands

Byggjum bjartari framtíð í samskiptum Kína og Íslands
Jin Zhijian sendiherra Kínverska alþýðulýðveldisins

Sendiherra

Í dag, 1. október, eru liðin 69 ár frá stofnun Alþýðulýðveldisins Kína. Eftir stofnun nýja Kína, sérstaklega á síðustu 40 árum umbóta og opnunar, hafa átt sér stað gríðarmiklar breytingar í Kína. Kína er nú annað stærsta efnahagsveldi heimsins og stærsta heimsviðskiptaríkið og tekur af ábyrgð aukinn þátt í alþjóðasamfélaginu sem stórveldi. Continue reading Byggjum Bjartari Framtíð í Samskiptum Kína Og íslands