Category Archives: Kínverskt nýár

Stafræn Nýárshátið

Vegna kínversku nýárshátíðarinnar, vorhátíðarinnar og komu árs Uxans býður kínverska sendiráðið upp á stafrænan fögnuð á heimasíðu sinni hér að neðan.

Athugið að ekki þarf að skrá sig.

https://www.eventbrite.com/e/celebrate-the-year-of-the-ox-with-the-chinese-embassy-in-iceland-tickets-140082170543?fbclid=IwAR3_7HtN6jFdmU3pT8r88jBF0zrnCwVo1SM0EoYnnm1NuyBFurk_itHFcK4

 

Fögnum Kínverska Nýárinu

Allir velkomnir að fagna ári rottunnar

Framundan eru tveir viðburðir til að fagna hinu kínverska nýári.
Rottuár
Konfúsíusarstofnun býður í samstarfi við Kínverska sendiráðið gesti velkomna á opinn dag í Hörpu, á 2. hæð, sunnudaginn 2. febrúar kl. 13:30-16:00. Dagskráin er að venju fjölbreytt og skemmtileg. Allir velkomnir að fagna ári rottunnar. Continue reading Fögnum Kínverska Nýárinu

Nýárskvöldverður Kím Og íkv

Í tilefni af kínversku áramótunum munu Kínversk-íslenska menningarfélagið og Íslensk-kínverska viðskiptaráðið fagna ári svínsins þriðjudaginn 5. febrúar kl. 19.00 á Veitingahúsinu Sjanghæ, Reykjavíkurvegi 74 í Hafnarfirði. Nýárskvöldverður KÍM og ÍKV er orðinn árviss viðburður. Borðhaldið hefst kl. 19.30. Þeir sem eru ekki í félögunum geta einnig komið.

SjanghæSjanghæ Continue reading Nýárskvöldverður Kím Og íkv

Nýársgleði Unnar Guðjónsdóttur

Það ku vera fallegt í Kína
Nýársgleði Unnar Guðjónsdóttur

Unnur Guðjónsdóttir rekur Kínaklúbb Unnar og hefur í yfir þrjátíu ár farið með Íslendinga í ferðir til Kína þar sem hún kynnir menningu landsins til sveita og borga. Auk Kínaklúbbsins rekur hún Kínasafn að Njálsgötu 33B og má þar líta ótrúlegt úrval fallegra og merkra muni frá Kínaveldi.
Unnur
Continue reading Nýársgleði Unnar Guðjónsdóttur

Nýárshátið Kím Og íkv 2018

Föstudaginn 16. febrúar héldu Íslensk-kínverska viðskiptaráðið (ÍKV) og Kínversk-íslenska Menningarfélagið (KÍM) upp á kínverska nýárið á veitingastaðnum Fönix.

Heiðursgestir voru nýr sendiherra Kína Jin Zhijian og eiginkona hans He Linyun. Jin Zhijian var hér áður á árunum 1988 – 1991 og er fyrsti sendiherrann frá Kína sem talar íslensku.

Ársæll Harðarson formaður ÍKV hélt opnunarræðu og Guðrún Mar. Þrastardóttir formaður KÍM fylgdi á eftir og kynnti starfið framundan. Continue reading Nýárshátið Kím Og íkv 2018

Nýárskvöldverður Vegna ár Hundsins 2018

Ágæti félagsmaður í KÍM

Í tilefni af kínversku áramótunum munu Kínversk-íslenska
menningarfélagið og Íslensk-kínverska viðskiptaráðið fagna ári hundsins föstudaginn 16. febrúar  kl. 19.00 á veitingahúsinu Fönix, Bíldshöfða 12, 108 Reykjavík. Nýárskvöldverður KÍM og ÍKV er orðinn árviss viðburður. Borðhaldið hefst kl. 19.30. Continue reading Nýárskvöldverður Vegna ár Hundsins 2018

Hvað Geta íslendingar Lært Af Kínverjum?

Íslensk-kínverska viðskiptaráðið og Kínversk-íslenska menningarfélagið efndu til árlegs nýárskvöldverðar föstudaginn 3. febrúar síðastliðinn á veitingastaðnum Tian, en 3. febrúar bar upp á 7. dag árs hanans.

Sendiherra Kínverska alþýðulýðveldisins á Íslandi, Zhang Weidong, flutti athyglisvert erindi um það hvað Íslendingar gætu lært af Kínverjum. Erindið var flutt á ensku með kínverskum tilvitnunum. Continue reading Hvað Geta íslendingar Lært Af Kínverjum?

Kínversk Nýárshátið 20. Febrúar 2016

 

Minna_KinverskNyarshatidPlakat2016

English below!

Efnt verður til menningarveislu í Háskóla Íslands af tilefni kínverska nýársins laugardaginn þann 20. febrúar.

Að venju er fjölbreytt og skemmtileg dagskrá og má þar nefna drekadans, bardagalistir, kínverska tónlist og karókí, skrautskrift, fróðleik um ferðalög og nám í Kína, þrautir og leikir. Eitthvað við allra hæfi, ungra sem aldna. Continue reading Kínversk Nýárshátið 20. Febrúar 2016

Vorhátíð íkv Og Kím

Nýársdag á ári apans bar upp á mánudaginn 8. Febrúar. Af því tilefni efndu Kínversk-íslenska menningarfélagið og Íslensk-kínverska verslunarráðið til nýárshátíðar á veitingastaðnum Tian, Grensásvegi 12 í Reykjavík. Á boðstólnum var 8 rétta matseðill, hinar bestu kræsingar. Hófinu stýrðu Ársæll Harðarson, formaður ÍKV og Arnþór Helgason, formaður Kím.

Apaar_Arnthor

Continue reading Vorhátíð íkv Og Kím