Category Archives: Listahátíðir

Hætt Við Viðburð 12.03.2020

Hætt við Snarl og spjall um Kína fimmtudaginn 12.03.2020

Góðan daginn

Af öryggisástæðum er hætt við Snarl og spjall um Kína í dag þar sem Yan Ping Li ætlaði að flytja erindi um mikilvægi menningar í viðskiptum við Kína. Hættan af COVID-19 hefur aukist verulega að undanförnu og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra ráðleggur að á meðan faraldur geisar þurfi ávallt að meta hvort rétt sé að halda viðburð eða hvort betra sé að fresta tilteknum viðburði þar til faraldur er genginn yfir.

Stefnt er að því að flytja erindið síðar og verður það auglýst þegar fram líða stundir.

Með kveðju frá Kínversk-íslenska menningarfélaginu

ókeypis Tónleikar þulu

Tónleikar þjóðlagasveitarinnar Þulu

Tónleikar þjóðlagasveitarinnar Þulu verða haldnir í Kínverska sendiráðinu að Bríetartúni 1, 105 Reykjavík, fimmtudaginn 19. júlí kl. 19:00 og boðið verður upp á léttar veitingar.

Allir velkomnir og ókeypis aðgangur en nauðsynlegt að skrá sig með því að senda tölvupóst á netfangið: kim@kim.is . Ekki þarf að framvísa boðsmiðanum.
Þula
Continue reading ókeypis Tónleikar þulu

þula Fer Til Kína

Kínversk-íslenska menningarfélagið hefur valið þjóðlagasveitina Þula til þátttöku í alþjóðlegri listahátíð ungmenna í borginni Tianjin í Kína 26.-31. júlí 2018.

Listahátíðin í Tianjin er hátíð sem haldin er sameiginlega af Vináttustofnun Kína við erlend ríki, Song Qingling sjóðnum og Borgarstjórn Tianjin borgar. Þema hátíðarinnar er friður, vinátta og framtíð. Hátíðin er gríðarstór og gert ráð fyrir þátttakendum frá allt að 100 löndum og verður gaman fyrir félagana í Þulu að taka þátt í svo fjölþjóðlegum menningarviðburði og það í Kína.
Continue reading þula Fer Til Kína

Alþjóðleg Myndlistarsamkeppni Og Sýning í Kína í Júlí 2018

Alþjóðleg myndlistarsamkeppni og sýning í Kína í júlí 2018

Alþjóðleg myndlistarsamkeppni barna og sýning verður haldin í borginni Tianjin í Kína í júlí 2018.

Samkeppnin verður haldin á vegum Vináttustofnunar Kína við erlend ríki og borgaryfirvalda í Tianjin.

Á hátíðinni verða veitt verðlaun fyrir bestu myndirnar. Skipulagsnefnd hátíðarinnar býður börnum frá öllum heimshornum að taka þátt í þessari myndlistarsamkeppni.

Veitt verða gull-, silfur- og bronsverðlaun fyrir bestu verkin. Sýningin mun standa yfir í 8 daga. Bestu verkin verða síðan gefin út í myndabók og munu eintök af bókinni verða send til Sameinuðu þjóðanna, allra ríkisstjórna og allra erlendra sendiráða í Kína. Continue reading Alþjóðleg Myndlistarsamkeppni Og Sýning í Kína í Júlí 2018

Boð í Alþjóðlega Listahátíð Ungmenna í Tianjin 27.-31. Júlí 2018

 

Langar þig að fara til Kína ?
Þátttaka íslenskra ungmenna í alþjóðlegri listahátíð í Tianjin 27.-31. júlí 2018

Auglýst er eftir einstaklingum eða hópi ungmenna á aldrinum 13 – 18 ára til að taka þátt í alþjóðlegri listahátíð ungmenna í borginni Tianjin í Kína dagana 27. -31. júlí 2018.

Listahátíðin er haldin á þriggja ára fresti af opinberum samtökum í Kína sem vilja stuðla að vináttu friði og samskiptum ungmenna frá ólíkum þjóðum. Continue reading Boð í Alþjóðlega Listahátíð Ungmenna í Tianjin 27.-31. Júlí 2018

Skýrsla Kím 2015-16

Skýrsla um starf Kínversk-íslenska menningarfélagsins
starfsárið 2015-16

Stjórn KÍM var kjörin á aðalfundi félagsins sem haldinn var á veitingastaðnum Tian í Reykjavík 9. nóvember 2015. Stjórnarfundir voru 7 á starfsárinu.

Sú ánægjulega breyting varð á starfi félagsins að efnt var til nokkurra funda auk kennslu í majiong-spilinu. Continue reading Skýrsla Kím 2015-16