Þula

ókeypis Tónleikar þulu

Tónleikar þjóðlagasveitarinnar Þulu

Tónleikar þjóðlagasveitarinnar Þulu verða haldnir í Kínverska sendiráðinu að Bríetartúni 1, 105 Reykjavík, fimmtudaginn 19. júlí kl. 19:00 og boðið verður upp á léttar veitingar.

Allir velkomnir og ókeypis aðgangur en nauðsynlegt að skrá sig með því að senda tölvupóst á netfangið: kim@kim.is . Ekki þarf að framvísa boðsmiðanum.
Þula

Kínversk-íslenska menningarfélagið hefur valið þjóðlagasveitina Þulu til þátttöku í alþjóðlegri listahátíð ungmenna í borginni Tianjin í Kína 26.-31. júlí 2018.

Listahátíðin í Tianjin er hátíð sem haldin er sameiginlega af Vináttustofnun Kína við erlend ríki, Song Qingling sjóðnum og Borgarstjórn Tianjin borgar. Þema hátíðarinnar er friður, vinátta og framtíð. Hátíðin er gríðarstór og gert ráð fyrir þátttakendum frá allt að 100 löndum og verður gaman fyrir félagana í Þulu að taka þátt í svo fjölþjóðlegum menningarviðburði og það í Kína.

Þjóðlagasveitin Þula er skipuð 8 ungmennum á aldrinum 16-18 ára úr Tónlistarskóla Kópavogs. Þula er eina þjóðlagasveitin sinnar tegundar þar sem ungmenni iðka flutning á íslenskri þjóðlagatónlist með söng, hljóðfæraleik og dansi sér og öðrum til gleði. Þjóðlagasveitin hefur þegar komið víða við þ. m. t. tók Þula þátt í alþjóðlegu þjóðlagahátíðinni Moonlight á Spáni sumarið 2017, Þjóðlagahátíðinni á Siglufirði 2016, í Nótunni í Eldborg Hörpu 2016, í Hofi á Akureyri, Barnamenningarhátíð í Reykjavík, Ormadögum í Kópavogi og víðar. Hópurinn hefur einnig leitt vinnustofu í þjóðlagatónlist á norrænu þjóðdansa- og þjóðlagamóti í Mosfellsbæ og tekið á móti þjóðlagahópi barna frá Kólumbíu.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *