Netviðskipti í Kína – Fyrirlestur

Netviðskipti í Kína
Innsýn frá AliExpress og Zenni optical.

Erindið flytur Gunnar Óskarsson sem er lektor við Háskóla Íslands og kennari í alþjóðamarkassetningu, alþjóðaviðskiptum, stjórnun nýsköpunar, markaðssetningu á netinu og rafrænum viðskiptum.

Gunnar Óskarsson
©Kristinn Ingvarsson

AliExpress er í eigu kínversku samstæðunnar Alibaba, sem er að baki stórum hluta póstverslunar frá Kína. Þar er hægt að panta fatnað, raftæki, skótau, íþróttavörur, veiðivarning, varahluti og margvíslegar vörur aðrar. Hjá Zenni optical er hægt að panta sérsmíðuð gleraugu eftir receptinu þínu. Continue reading Netviðskipti í Kína – Fyrirlestur

Matreiðslunámskeið 29. Apríl 2018 – Auglýsing

Vegna góðrar þátttöku og mikillar ánægju þá hefur veitingastaðurinn Fönix ákveðið að halda annað matreiðslunámskeið sunnudaginn 29. apríl 2018, kl. 12-14, fyrir þá sem fóru á biðlista og er pláss fyrir 12 manns og kostar 5000 per mann. 

Kennt verður að elda dumplings, kungpao kjúkling og stirfried rice – svo er borðað saman. Continue reading Matreiðslunámskeið 29. Apríl 2018 – Auglýsing

Kínverskukennsla Barna – Auglýsing

Kínverskukennsla barna
Það ku vera fallegt í Kína

Þorgerður Anna lauk námi í almennum málvísindum og kínverskum fræðum við Háskóla Íslands og eins árs námsdvöl við Nanjing Háskóla í Kína 2009-2010. Nú starfar hún hjá Konfúsíusarstofnun og hefur kennt grunnskólabörnum kínversku í fjóra vetur. Hún segir frá kennslunni og býður áhugasömum í leiðinni að læra smá kínversku með kennsluaðferðum sínum.

Kínverskukennsla barna Continue reading Kínverskukennsla Barna – Auglýsing