Fyrirlestraröðin Snarl og spjall um Kína heldur áfram og næsta fyrirlestur flytur Sandra Yunhong She, eigandi Arctic Star ehf. (www.arcticstar.is). Fyrirtækið var stofnað árið 2008 og hefur sérhæft sig í þróun á fæðubótarefnum með framleiðslu, markaðssetningu og sölu á hágæða heilsuvörum um allan heim. Á kínversku eru sæbjúgu kölluð “Haishen” sem þýðir “ginseng hafsins”, enda innihalda þau fjöldan allan af gagnlegum efnum.
Continue reading Fæðubótarefni úr íslenskum sæbjúgum
Category Archives: Viðskipti
Hætt við viðburð 12.03.2020
Hætt við Snarl og spjall um Kína fimmtudaginn 12.03.2020
Góðan daginn
Af öryggisástæðum er hætt við Snarl og spjall um Kína í dag þar sem Yan Ping Li ætlaði að flytja erindi um mikilvægi menningar í viðskiptum við Kína. Hættan af COVID-19 hefur aukist verulega að undanförnu og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra ráðleggur að á meðan faraldur geisar þurfi ávallt að meta hvort rétt sé að halda viðburð eða hvort betra sé að fresta tilteknum viðburði þar til faraldur er genginn yfir.
Stefnt er að því að flytja erindið síðar og verður það auglýst þegar fram líða stundir.
Með kveðju frá Kínversk-íslenska menningarfélaginu
Culture to business
Culture to Business
Yan Ping Li
The lecture is in English
From years of service as a cultural assistant to the Ambassador at the Icelandic Embassy to China, Ms. Li shall share her understanding of the crucial role that culture plays in the business world.
Continue reading Culture to business
Auðfúsugestir að austan
Auðfúsugestir að austan
Arnar Steinn Þorsteinsson
Ég heiti Arnar Steinn Þorsteinsson og ég stundaði nám við Zhongshan Háskóla í Guangzhou, Kína, á árunum 2001 til 2006 og útskrifaðist með BA gráðu í kínversku og kínverskum fræðum. Þegar heim kom til Íslands haustið 2006 hóf ég störf í ferðaþjónustu, með áherslu á komu kínverskra og asískra ferðamanna til landins og hef starfað í ferðaþjónustunni meira og minna allar götur síðan.
Continue reading Auðfúsugestir að austan
Kína og málefni norðurslóða
Kína og málefni norðurslóða
Egill Þór Níelsson
Áhugi Kína á málefnum norðurslóða hefur stóraukist á undanförnum árum. Egill Þór Níelsson var við Heimskautastofnun Kína síðastliðin átta ár og fylgdist með þróun mála frá fyrstu hendi. Í erindi sínu greinir hann frá þátttöku sinni í leiðangri ísbrjótsins Snædrekans frá Kína til Íslands í gegnum N-Íshafið sumarið 2012, stofnun og starfsemi kínversk-norrænu norðurslóðamiðstöðvarinnar frá 2013 og setur þá reynslu í víðara samhengi við þátttöku Kína á norðurslóðum í vísindalegu samstarfi og alþjóðaviðskiptum með tilliti til breyttrar heimsmyndar.
Egill Þór Níelsson er sérfræðingur á alþjóðasviði Rannís og vinnur að doktorsverkefni um samskipti Kína og Norðurlandanna um málefni norðurslóða við Háskóla Íslands og Lapplandsháskóla. Continue reading Kína og málefni norðurslóða
ólík menning og þjónusta?
Hvað er líkt með Íslendingum og Kínverjum
Margrét Reynisdóttir
Erindi Margrétar er byggt á nýrri bók sem hún er höfundur að Cultural Impact on Service Quality – Hospitality Tips for Effective Communication with Tourists (2019). Markmiðið er að skoða bæði hvað rannsóknir og reynslan hérlendis sýnir að einkenni ferðamenn frá Kína. Einnig hvað Íslendingar og Kínverjar eiga sameiginlegt.
Continue reading ólík menning og þjónusta?
Kína og viðskipti við ísland
Pétur Yang Li hefur starfað sem viðskiptafulltrúi í 21 ár hjá sendiráði Íslands í Kína. Hann mun fjalla um skilning sinn á mörgum sögusögnum um þróun efnahags í Kína og einnig viðskipta þess við Ísland m.a. verslun, ferðaþjónustu og fjárfestingar. – Hann flytur erindið á ensku.
Continue reading Kína og viðskipti við ísland
Ferðaþjónusta fyrir kínverja
Tækifæri og áskoranir fyrir íslensku ferðaþjónustuna á kínverska markaðnum
Arnar Steinn Þorsteinsson
Arnar Steinn Þorsteinsson er sölustjóri hjá ferðaþjónustufyrirtækinu Nonna Travel og hefur starfað á Kínamarkaði síðan árið 2006. Sama ár lauk hann BA gráðu í kínversku frá Zhongshan háskólanum í Guangzhou í Kína þar sem hann bjó í 5 ár við nám, störf og leik.
Á fyrirlestrinum mun hann fjalla um þá þróun sem hefur átt sér stað í komu kínverska ferðamanna til Íslands síðasta rúma áratuginn, hvaða áskoranir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki standa frammi fyrir í dag, hvaða tækifæri eru til staðar og hvernig hægt er að nýta sér þau. Continue reading Ferðaþjónusta fyrir kínverja
Kínverskir ferðamenn
Að taka á móti 90 þúsund kínverskum ferðamönnum
Danielle Neben
Erindið flutt á ensku – Lecture in English.
Árið 2018 komu næstum 90.000 kínverskir ferðamenn til landsins. Samkvæmt framtíðarspám mun fjöldinn halda áfram að aukast með hugsanlegu beinu flugi frá Kína og auknum fjölda Kínverja með vegabréf. Í dag eru aðeins um 10% kínversku þjóðarinnar með vegabréf – um 100 milljón manns. Margir hafa hug á því að ferðast til einstakra áfangastaða eins og til Íslands.
Rannsóknir sýna að þegar Kínverjar ferðast erlendis eyða þér háum fjárhæðum til gjafakaupa, í dagsferðir og á veitingastöðum. Þetta er nýr hluti markaðarins innan ferðamannabransans.
Danielle Neben, markaðsstjóri ePassi á Íslandi, mun fjalla um hvernig best sé að taka vel á móti kínverskum ferðamönnum á Íslandi. Umræðuefni hennar snýr að markaðssetningu, farsímagreiðslum og kínverskri menningu. Continue reading Kínverskir ferðamenn
Nýárskvöldverður kím og íkv
Í tilefni af kínversku áramótunum munu Kínversk-íslenska menningarfélagið og Íslensk-kínverska viðskiptaráðið fagna ári svínsins þriðjudaginn 5. febrúar kl. 19.00 á Veitingahúsinu Sjanghæ, Reykjavíkurvegi 74 í Hafnarfirði. Nýárskvöldverður KÍM og ÍKV er orðinn árviss viðburður. Borðhaldið hefst kl. 19.30. Þeir sem eru ekki í félögunum geta einnig komið.