sæbjúga

Fæðubótarefni úr íslenskum Sæbjúgum

Fyrirlestraröðin Snarl og spjall um Kína heldur áfram og næsta fyrirlestur flytur Sandra Yunhong She, eigandi Arctic Star ehf. (www.arcticstar.is).  Fyrirtækið var stofnað árið 2008 og hefur sérhæft sig í þróun á fæðubótarefnum með framleiðslu, markaðssetningu og sölu á hágæða heilsuvörum um allan heim. Á kínversku eru sæbjúgu kölluð “Haishen” sem þýðir “ginseng hafsins”, enda innihalda þau fjöldan allan af gagnlegum efnum.
sæbjúga

Sandra er fædd í borginni Anshan í Norðaustur-Kína og ólst þar upp áður en hún færði sig til Dalian en þaðan flutti hún til Íslands árið 2002. Hún er með BA-próf í íslensku og MBA í markaðsfræðum og alþjóðaviðskiptum.
sæbjúga
Viðburðurinn er á vegum Kínversk-íslenska menningarfélagsins og Konfúsíusarstofnunarinnar Norðurljósa, sem býður einnig upp á ókeypis veitingar. Hann verður haldinn fimmtudaginn 16. mars 2023 kl.17:30 í stofu VHV-007, kjallara Veraldar, húsi Vigdísar, að Brynjólfsgötu 1, Reykjavík. Næg frí bílastæði eru við bygginguna.
Verold
Áður en fyrirlesturinn hefst verður boðið upp á veitingar og geta gestir spjallað saman og notið þeirra en síðan tekur fyrirlesturinn við sem áætlað er að taki um 30- 45 mínútur. 

Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir.
Fyrirlesturinn fer fram á íslensku.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *