Helgi Steinar Gunnlaugsson mun segja frá uppistandi hans og félaga í Kína og ráðgjafafyrirtæki hans Kínversk Ráðgjöf sem m.a. hefur rannsakað útflutningsmöguleika fyrir íslenskan landbúnað í Kína. Helgi hefur túlkað fyrir kínverskar stórstjörnur sem komið hafa hingað landsins til að taka upp bíómyndir eins og Jing Tian (Great Wall) og Winston Chow (Meg). Hann er með BA gráðu í kínverskum fræðum frá H.Í. og mastersgráðu í Alþjóðasamskiptum frá Háskólanum í Peking. Mastersritgerðin fjallar um Fríverslunarsamninginn á milli Íslands og Kína og Nubo málið á Grímsstöðum. Continue reading Grínað í kína→
Byggjum bjartari framtíð í samskiptum Kína og Íslands Jin Zhijian sendiherra Kínverska alþýðulýðveldisins
Í dag, 1. október, eru liðin 69 ár frá stofnun Alþýðulýðveldisins Kína. Eftir stofnun nýja Kína, sérstaklega á síðustu 40 árum umbóta og opnunar, hafa átt sér stað gríðarmiklar breytingar í Kína. Kína er nú annað stærsta efnahagsveldi heimsins og stærsta heimsviðskiptaríkið og tekur af ábyrgð aukinn þátt í alþjóðasamfélaginu sem stórveldi.Continue reading Byggjum bjartari framtíð í samskiptum kína og íslands→
Netviðskipti í Kína Innsýn frá AliExpress og Zenni optical.
Erindið flytur Gunnar Óskarsson sem er lektor við Háskóla Íslands og kennari í alþjóðamarkassetningu, alþjóðaviðskiptum, stjórnun nýsköpunar, markaðssetningu á netinu og rafrænum viðskiptum.
AliExpress er í eigu kínversku samstæðunnar Alibaba, sem er að baki stórum hluta póstverslunar frá Kína. Þar er hægt að panta fatnað, raftæki, skótau, íþróttavörur, veiðivarning, varahluti og margvíslegar vörur aðrar. Hjá Zenni optical er hægt að panta sérsmíðuð gleraugu eftir receptinu þínu.Continue reading Netviðskipti í kína – fyrirlestur→
Föstudaginn 16. febrúar héldu Íslensk-kínverska viðskiptaráðið (ÍKV) og Kínversk-íslenska Menningarfélagið (KÍM) upp á kínverska nýárið á veitingastaðnum Fönix.
Heiðursgestir voru nýr sendiherra Kína Jin Zhijian og eiginkona hans He Linyun. Jin Zhijian var hér áður á árunum 1988 – 1991 og er fyrsti sendiherrann frá Kína sem talar íslensku. Ársæll Harðarson formaður ÍKV hélt opnunarræðu og Guðrún Mar. Þrastardóttir formaður KÍM fylgdi á eftir og kynnti starfið framundan.Continue reading Nýárshátið kím og íkv 2018→
Það ku vera fallegt í Kína Snarl og spjall um Kína
Kínversk-íslenska menningarfélagið stendur fyrir mánaðarlegum viðburðum þar sem fólk sem hefur áhuga á Kína getur hist, spjallað saman og hlustað á fjölbreytta fyrirlestra um Kína. Boðið verður upp á súpu og te á undan og lagt upp með að hafa þetta heimilislegt og afslappað.Continue reading það ku vera fallegt í kína→