Arnar

Ferðaþjónusta Fyrir Kínverja

Tækifæri og áskoranir fyrir íslensku ferðaþjónustuna á kínverska markaðnum
Arnar Steinn Þorsteinsson

Arnar Steinn Þorsteinsson er sölustjóri hjá ferðaþjónustufyrirtækinu Nonna Travel og hefur starfað á Kínamarkaði síðan árið 2006. Sama ár lauk hann BA gráðu í kínversku frá Zhongshan háskólanum í Guangzhou í Kína þar sem hann bjó í 5 ár við nám, störf og leik.

Á fyrirlestrinum mun hann fjalla um þá þróun sem hefur átt sér stað í komu kínverska ferðamanna til Íslands síðasta rúma áratuginn, hvaða áskoranir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki standa frammi fyrir í dag, hvaða tækifæri eru til staðar og hvernig hægt er að nýta sér þau.

Þessi viðburður er á vegum Kínversk-íslenska menningarfélagsins og Konfúsíusarstofnuninnar Norðurljósa, sem býður einnig upp á ókeypis veitingar. Hann verður haldinn fimmtudaginn 11. apríl kl. 17:30 – í stofu VHV-007, sem er í kjallara Veraldar, húsi Vigdísar, að Brynjólfsgötu 1, Reykjavík.  Næg frí bílastæði eru við bygginguna.
Verold

Áður en fyrirlesturinn hefst verður boðið upp á veitingar og geta gestir spjallað saman og notið þeirra en síðan tekur fyrirlesturinn við sem áætlað er að taki um 45 mínútur.

Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *