það Ku Vera Fallegt í Kína

Það ku vera fallegt í Kína
Snarl og spjall um Kína

Kínversk-íslenska menningarfélagið stendur fyrir mánaðarlegum viðburðum þar sem fólk sem hefur áhuga á Kína getur hist, spjallað saman og hlustað á fjölbreytta fyrirlestra um Kína. Boðið verður upp á súpu og te á undan og lagt upp með að hafa þetta heimilislegt og afslappað.

Viðburðirnir verða haldnir í hinu glæsilega Kínasafni Unnar að Njálsgötu 33B, 101 Reykjavík.

Kinasafn

Safnið opnar kl. 18:00 með súpu og spjalli. Um 18:30 hefjast síðan fyrirlestrar eða sýningar sem miðað er við að taki u.þ.b. 30-40 mínútur.  Aðgangseyrir er 1000 krónur og er aðeins tekið við greiðslu með seðlum, ekki debet- eða kreditkortum. Ásamt súpu er brauð, kremkex og te í boði. Vegna þess að mikið er af brotthættum og verðmætum munum í safninu er miðað við 12 ára aldurstakmark.

Dagskrá

Fimmtudagur 22. febrúar kl. 18:00
Nýársgleði.
Unnur Guðjónsdóttir, ferðaþjónustufrömuður og eigandi Kínasafnsins tekur á móti gestum, fræðir þá um safnið og fagnar með gestum nýju ári hundsins, allt á léttu nótunum. Unnur er með ferðaþjónustu til Kína og eigandi Kínasafnsins. 

Fimmtudagur 22. mars kl. 18:00
Kína og seinni heimsstyrjöldin.
Gísli Jökull Gíslason er höfundur bókarinnar Föðurlandsstríðið mikla og María Mitrofanova og hefur kennt námskeið hjá Endurmenntun Háskóla Íslands um þetta efni.

Fimmtudagur 26.apríl kl. 18:00
Kínverskukennsla barna
Þorgerður Anna Björnsdóttir starfar sem kínverskukennari hjá Konfúsíusarstofnun við Háskóla Íslands og hefur kennt grunnskólabörnum kínversku í fjóra vetur. Hún segir frá kennslunni og býður áhugasömum í leiðinni að læra smá kínversku með kennsluaðferðum sínum.

Fimmtudagur 17. maí kl. 18:00
Netviðskipti í Kína: Innsýn frá Ali Express og Zenni optical.
Gunnar Óskarsson er lektor við Háskóla Íslands og kennari í alþjóðamarkassetningu, alþjóðaviðskiptum, stjórnun nýsköpunar og markaðssetningu á netinu.

Tekið verður hlé yfir sumarið en haldið áfram í september. Dagskrá eftir sumarhlé verður auglýst síðar.

Viðhengi –Attachment
Það ku vera fallegt í Kína._Dagskra


 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *