Nýárshátið Kím Og íkv 2018

Föstudaginn 16. febrúar héldu Íslensk-kínverska viðskiptaráðið (ÍKV) og Kínversk-íslenska Menningarfélagið (KÍM) upp á kínverska nýárið á veitingastaðnum Fönix.

Heiðursgestir voru nýr sendiherra Kína Jin Zhijian og eiginkona hans He Linyun. Jin Zhijian var hér áður á árunum 1988 – 1991 og er fyrsti sendiherrann frá Kína sem talar íslensku.

Ársæll Harðarson formaður ÍKV hélt opnunarræðu og Guðrún Mar. Þrastardóttir formaður KÍM fylgdi á eftir og kynnti starfið framundan. Continue reading Nýárshátið Kím Og íkv 2018