Nýárshátið KÍM og ÍKV 2018

Nýárshátið Kím Og íkv 2018

Föstudaginn 16. febrúar héldu Íslensk-kínverska viðskiptaráðið (ÍKV) og Kínversk-íslenska Menningarfélagið (KÍM) upp á kínverska nýárið á veitingastaðnum Fönix.

Heiðursgestir voru nýr sendiherra Kína Jin Zhijian og eiginkona hans He Linyun. Jin Zhijian var hér áður á árunum 1988 – 1991 og er fyrsti sendiherrann frá Kína sem talar íslensku.

Ársæll Harðarson formaður ÍKV hélt opnunarræðu og Guðrún Mar. Þrastardóttir formaður KÍM fylgdi á eftir og kynnti starfið framundan.

Veitingar voru góðar en það var uppistandarinn Helgi Gunnlaugsson sem stal senunni með frábærri skemmtun. Helgi lærði í Peking University og var uppistandið hans á íelsnku, ensku, spænsku og kínversku. Sendiherran Jin Zhijian hafði mjög gaman af því hvernig Helgi lék sér með mismunandi framburði og málýskur í Kína og bætti við að ef hann lokaði augunum þá myndi hann halda að heimamaður væri að tala.

Meðfylgjandi eru myndir frá kvöldinu sem Íslensk-kínverska viðskiptaráðið tóku.

Við minnum svo á uppákomuna hjá Unni annað kvöld, í fyrirlestraröðinni “Það ku vera fallegt í Kína”.Nýárshátið KÍM og ÍKV 2018Nýárshátið KÍM og ÍKV 2018Nýárshátið KÍM og ÍKV 2018Nýárshátið KÍM og ÍKV 2018Nýárshátið KÍM og ÍKV 2018Nýárshátið KÍM og ÍKV 2018Nýárshátið KÍM og ÍKV 2018Nýárshátið KÍM og ÍKV 2018

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *