Nefnd Frá Huangpu Kynnir Sér Endurgerð Gamalla Bygginga

Sunnudaginn 9. ágúst kom hingað til lands 6 manna sendinefnd frá Huangpu-hverfi í Shanghai. Nefndin hefur verið á ferð um Evrópu að kynna sér endurgerð gamalla bygginga. Huangpu er í hinum svo kallaða Evrópuhluta Shanghai og þar er fjöldi gamalla húsa frá þeim tíma að Evrópumenn réðu lofum og lögum í borginni.

1_Kina_ArbajarsafnErindi nefndarmanna var að kynna sér viðhald og endurgerð ásamt húsafriðun.

Nefndin átti fund í Árbæjarsafni með Magnúsi Skúlasyni, formanni Húsafriðunarnefndar ríkisins, Gunnþóru Guðmundsdóttur, sérfræðingi á Minjastofnun  og Maríu Gísladóttur, sérfræðingi á sviði húsaverndar á safninu. Lýstu þeir ánægju með starfið hér á landi og sýndu ýmsum þáttum þess mikinn áhuga.

2_Kina_ArbajarsafnEinn nefndarmanna vinnur á vegum fyrirtækis í Shanghai sem fæst einkum við endurbyggingu húsa í franska hluta borgarinnar. Segir hann að verndun gamalla bygginga njóti nú forgangs, en stundum sé nauðsynlegt að finna þeim nýtt hlutverk.

3_Kina_ArbajarsafnFulltrúar Kím, Arnþór Helgason og Kristján H.Kristjánsson, önnuðust undirbúning fundarins.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *