Ferðatilboð Til Kína Fyrir Félaga Kím

Kínaklúbbur Unnar
19 daga fróðleiks- og skemmtiferð til Kína á ári Hundsins, 25. maí – 12. júní 2018

Kinaferð Kínaklúbbsins_2018
Kinaferð Kínaklúbbsins_2018

Kínaklúbbur Unnar býður upp á 19 daga fróðleiks- og skemmtiferð til Kína á ári Hundsins, 25. maí – 12. júní 2018.

Ferðin er ekki erfið, þó að ferðaskráin sé digur. Fólk á öllum aldri, einnig börn, hafa gagn og gaman af þessari ferð. Kína breytist óðfluga, svo ef fólk vill sjá eitthvað af “gamla Kína”, þá er um að gera að bíða ekki með að fara þangað.

Farið verður til Shanghai, Suzhou, Tongli, Guilin, Yangshuo, Xian og Beijing. Skemmtiferðasigling á Li fljótinu og gengið á Kínamúrinn.

Heildarverð á mann: Kr 660 þúsund.

Allt innifalið, þ.e. full dagskrá skv. ferðaskrá, gisting í tvíbýli á 4-5 stjörnu hótelum (einb. + 100 þ.), fullt fæði með máltíðardrykkjum, skattar og gjöld, staðarleiðsögumenn og fararstjórn Unnar Guðjónsdóttur, en þetta verður 39. hópferðin sem hún skipuleggur og leiðir um Kína.

Meðlimir KÍM fá 30.000 kr. afslátt, sé pantað og greitt staðfestingargjald fyrir 1. mars.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *