Það ku vera fallegt í Kína
Snarl og spjall um Kína haustið 2018
Kínversk-íslenska menningarfélagið og Konfúsíusarstofnunin Norðurljós standa fyrir mánaðarlegum viðburðum þar sem gestum er boðið að hittast, spjalla saman og hlusta á fjölbreytta fyrirlestra tengdum Kína. Viðburðirnir verða í kjallara Veraldar, húsi Vigdísar, að Brynjólfsgötu 1, 107 Reykjavík. Næg frí bílastæði eru við bygginguna. Fyrst er boðið upp á léttar veitingar í boði Konfúsíusarstofnunar kl. 17:30 og síðan hefst fyrirlestur dagsins, sem miðað er við að taki um 30-40 mínútur.
Viðburðirnir eru ókeypis og allir velkomnir. Continue reading það Ku Vera Fallegt í Kína