Fundarboð

Aðalfundur Kínversk-íslenska menningarfélagsins (KÍM) verður haldinn miðvikudaginn 10. október 2018, kl. 18:00 á veitingahúsinu TIAN, Grensásvegi 12, Reykjavík.

Á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf, samanber lög félagsins, https://kim.is/log/, auk annarra atriða.

Að loknum aðalfundarstörfum mun sendiherra Kínverska alþýðulýðveldisins á Íslandi, JIN Zhijian, koma og flytja stutt ávarp auk þess sem Eydís Fransdóttir og nokkur ungmenni koma og segja frá ferð sinni á listahátíð í Tianjin í sumar sem leið. Sú listahátíð er samstarfsverkefni KÍM við kínversk stjórnvöld og er haldin á þriggja ára fresti.

Að því búnu verður kínverskur matur á borðum en verð fyrir hvern einstakling er 4.500 kr. Þeir sem hyggjast taka þátt í kvöldverðinum eru vinsamlega beðnir um að skrá sig eigi síðar en mánudaginn 8. október fyrir kl. 22:00 á netfangið kim@kim.is eða í síma 8250303.

Innheimtuseðlar vegna félagsgjalda hafa nýlega verið sendir heim til félagsmanna eða í netbanka. Stjórnin hefur þær væntingar að menn styðji félagið þar sem félagið sinnir fjölmörgum verkefnum árlega fyrir félagsmenn, t.a.m. með fyrirlestrarröðum, námskeiðum og öðrum skemmtilegum viðburðum. Lágmarkssjóður er nauðsynlegur til að fjármagna slíkt starf en allir í stjórn, varastjórn og starfsnefndum gefa sína vinnu og tíma í sjálfboðavinnu.

Félagsmenn eru hvattir til að mæta og taka með sér gesti – nýir félagsmenn eru hjartanlega velkomnir.

Með félagskveðju,

Stjórn KÍM

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *