Auðfúsugestir Að Austan

Auðfúsugestir að austan
Arnar Steinn Þorsteinsson

Ég heiti Arnar Steinn Þorsteinsson og ég stundaði nám við Zhongshan Háskóla í Guangzhou, Kína, á árunum 2001 til 2006 og útskrifaðist með BA gráðu í kínversku og kínverskum fræðum. Þegar heim kom til Íslands haustið 2006 hóf ég störf í ferðaþjónustu, með áherslu á komu kínverskra og asískra ferðamanna til landins og hef starfað í ferðaþjónustunni meira og minna allar götur síðan.
Arnar við stöðuvatn
Continue reading Auðfúsugestir Að Austan

Kína Og Málefni Norðurslóða

Kína og málefni norðurslóða
Egill Þór Níelsson

Áhugi Kína á málefnum norðurslóða hefur stóraukist á undanförnum árum. Egill Þór Níelsson var við Heimskautastofnun Kína síðastliðin átta ár og fylgdist með þróun mála frá fyrstu hendi. Í erindi sínu greinir hann frá þátttöku sinni í leiðangri ísbrjótsins Snædrekans frá Kína til Íslands í gegnum N-Íshafið sumarið 2012, stofnun og starfsemi kínversk-norrænu norðurslóðamiðstöðvarinnar frá 2013 og setur þá reynslu í víðara samhengi við þátttöku Kína á norðurslóðum í vísindalegu samstarfi og alþjóðaviðskiptum með tilliti til breyttrar heimsmyndar.
Snarl og spjall um Kína
Egill Þór Níelsson er sérfræðingur á alþjóðasviði Rannís og vinnur að doktorsverkefni um samskipti Kína og Norðurlandanna um málefni norðurslóða við Háskóla Íslands og Lapplandsháskóla. Continue reading Kína Og Málefni Norðurslóða