Edda Kristjánsdóttir
Ég hélt til Kína til náms haustið 1978. Fyrsta árið stundaði ég nám í kínversku. Kennslan var mjög stíf en árangursrík þannig að eftir fyrsta árið gat ég bjargað mér nokkuð vel á kínversku. Eftir þetta fyrsta ár fluttist ég yfir í Beijingháskólann og hóf nám í heimspekideild sem tók fjögur ár. Kunnáttan í kínverskunni sem ég hafði aflað mér á fyrsta árinu dugði þó skammt í kennslustundum til að byrja með þar sem umræðuefnin og orðaforðinn var allt annar. Þetta hafðist þó samt allt saman með miklum uppflettingum í orðabókum.
Continue reading Framandi Veröld