Upplýsingafundur um COVID-19 veirusýkinguna
Kæru landsmenn
Sendiherra Kína á Íslandi, Hr. Jin Zhijiang, langar að bjóða þeim sem áhuga hafa á fund um COVID-19 veirusjúkdómin í Kína. Fundurinn verður haldin í sendiráði Kína á Íslandi (Bríetartún1, 105 Reykjavík), föstudaginn 28. febrúar kl 15:00. Boðið verður upp á síðdegiste.
Á fundinum mun sendiherrann fjalla um nýjustu upplýsingar um faraldurinn, uppruna hans og þróun í Kína. Einnig mun sendiherrann fjalla um þær aðgerðir sem stjórnvöld hafa beitt til að stemma stigu við útbreiðslu faraldursins í Kína.
Sendiherrann mun einnig svara spurningum úr sal varðandi þetta efni.
Okkur langar að biðja þá sem hafa áhuga á að mæta, að tilkynna komu sína með tölvupósti í netfangið chinaemb@simnet.is sem allra fyrst til að tryggja sæti, en ekki síðar en fyrir klukkan 16:00 miðvikudaginn 26. febrúar.
Við vonumst til að sjá sem flesta föstudaginn 28. febrúar
Sendiráð Kína á Íslandi