Austurförin Yfir Kínverskubrúna

Austurförin yfir Kínverskubrúna
Ísadóra Ísfeld Finnsdóttir og Rósa Birgitta Ísfeld

Mæðgurnar Ísadóra Ísfeld Finnsdóttir og Rósa Birgitta Ísfeld héldu í sína fyrstu Kínareisu nú í október. Ísadóra er nemandi í 10. bekk Laugalækjarskóla og er margt til lista lagt. Hún hefur m.a. lært kínversku frá unga aldri og fór til Tianjin sem fulltrúi Íslands í alþjóðlegu ræðu- og hæfileikakeppnina Kínverskubrúna, sem haldin er árlega í Kína. Þar flutti Ísadóra ræðu og söng á kínversku auk þess að leika á trompet í sýningaratriði sínu. Mæðgurnar munu deila upplifunum sínum af ferðalaginu og þessu fjölmenna ungmennamóti, þar sem keppendur frá öllum heimshornum sýndu listir sínar. Continue reading Austurförin Yfir Kínverskubrúna