Isadóra

Austurförin Yfir Kínverskubrúna

Austurförin yfir Kínverskubrúna
Ísadóra Ísfeld Finnsdóttir og Rósa Birgitta Ísfeld

Mæðgurnar Ísadóra Ísfeld Finnsdóttir og Rósa Birgitta Ísfeld héldu í sína fyrstu Kínareisu nú í október. Ísadóra er nemandi í 10. bekk Laugalækjarskóla og er margt til lista lagt. Hún hefur m.a. lært kínversku frá unga aldri og fór til Tianjin sem fulltrúi Íslands í alþjóðlegu ræðu- og hæfileikakeppnina Kínverskubrúna, sem haldin er árlega í Kína. Þar flutti Ísadóra ræðu og söng á kínversku auk þess að leika á trompet í sýningaratriði sínu. Mæðgurnar munu deila upplifunum sínum af ferðalaginu og þessu fjölmenna ungmennamóti, þar sem keppendur frá öllum heimshornum sýndu listir sínar.

Keppnin er haldin á vegum Miðstöðvar tungumálafræðslu og samvinnu (e. Centre for Language Education and Cooperation) sem heyrir undir menntamálaráðuneyti Kína. Nemendur sem læra kínversku, t.d. á vegum Konfúsíusarstofnunar, eiga kost á að taka þátt í undankeppni Kínverskubrúarinnar á Íslandi og geta átt möguleika á ferð til Kína í úrslitakeppnina.

Viðburðurinn er hluti af fyrirlestraröðinni Snarl og spjall um Kína sem Kínversk-íslenska menningarfélagið stendur að í samvinnu við Konfúsíusarstofnunina Norðurljós, sem býður einnig upp á ókeypis veitingar. Hann verður haldinn þriðjudaginn 12. nóvember 2024 kl.17:30 í stofu VHV-007, kjallara Veraldar, húsi Vigdísar, að Brynjólfsgötu 1, Reykjavík. Næg frí bílastæði eru við bygginguna.

Áður en fyrirlesturinn hefst verður boðið upp á veitingar og geta gestir spjallað saman og notið þeirra en síðan tekur fyrirlesturinn við sem áætlað er að taki um 30- 45 mínútur. Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir.
VeroldIsadóraIsadóraIsadóraIsadóraIsadóra

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *