Kínverskur Leiðsögumaður

Leiðsögumaður á ævintýraslóð
Saga Jen Zhang

The lecture is in English. More info in English below text in Icelandic.

Saga Jen Zhang hefur búið á Íslandi um árabil og starfar sem leiðsögumaður hjá ferðaskrifstofunni Friend in Iceland. Hún hefur tekið á móti fjölmörgum hópum af samlöndum sínum frá Kína og leitt þau um landið, til að deila með þeim náttúrufegurð og menningarfróðleik. Saga Jen mun deila með áheyrendum af sinni reynslu sem leiðsögumaður og miðla af þekkingu um  menningarmun Íslands og Kína. Continue reading Kínverskur Leiðsögumaður

Nýársfagnaður Kím Og íkv

Í tilefni af kínversku áramótunum 2025 ‏efnum við, Kínversk íslenska menningarfélagið og Íslensk-kínverska viðskiptaráðið, til áramótafagnaðar fimmtudaginn 6. febrúar n.k. og fögnum ári snáksins, sem þá verður n‎‎ýgengið í garð.

Kvöldverðurinn verður haldinn að Eyjafjallajökli á  Center Hótel Plaza, Aðalstræti 4, 101 Rvk.  – og hefst kl. 19:00.  Continue reading Nýársfagnaður Kím Og íkv

Kvikmyndagerð Fyrir Kínverja

Kvikmyndagerð á Íslandi í samstarfi við Kína

Verkefni HERO Productions fyrir kínverska viðskiptavini
Búi Baldvinsson

Fimmtudag 13. febrúar kl.17:30 í VHV-007 

Hero

Búi Baldvinsson, eigandi og framleiðandi hjá Hero Productions á Íslandi, mun segja frá verkefnum sínum fyrir kínverska viðskiptavini. Ath. að fyrirlesturinn fer fram á ensku.

Hero Productions er rótgróið framleiðsluþjónustufyrirtæki á Íslandi sem sérhæfir sig í hágæða stuðningi við leiknar kvikmyndir, sjónvarpsþætti, auglýsingar, tónlistarmyndbönd, heimildarmyndir og myndatökur. Með áralanga reynslu og glæsilega ferilskrá hefur fyrirtækið orðið traustur samstarfsaðili fyrir alþjóðlega viðskiptavini, þar á meðal nokkur af mest áberandi nöfnum í kínverskum afþreyingar- og auglýsingaiðnaði. Continue reading Kvikmyndagerð Fyrir Kínverja