Í tilefni af kínversku áramótunum 2025 efnum við, Kínversk íslenska menningarfélagið og Íslensk-kínverska viðskiptaráðið, til áramótafagnaðar fimmtudaginn 6. febrúar n.k. og fögnum ári snáksins, sem þá verður nýgengið í garð.
Verkefni HERO Productions fyrir kínverska viðskiptavini Búi Baldvinsson
Fimmtudag 13. febrúar kl.17:30 í VHV-007
Búi Baldvinsson, eigandi og framleiðandi hjá Hero Productions á Íslandi, mun segja frá verkefnum sínum fyrir kínverska viðskiptavini. Ath. að fyrirlesturinn fer fram á ensku.
Hero Productions er rótgróið framleiðsluþjónustufyrirtæki á Íslandi sem sérhæfir sig í hágæða stuðningi við leiknar kvikmyndir, sjónvarpsþætti, auglýsingar, tónlistarmyndbönd, heimildarmyndir og myndatökur. Með áralanga reynslu og glæsilega ferilskrá hefur fyrirtækið orðið traustur samstarfsaðili fyrir alþjóðlega viðskiptavini, þar á meðal nokkur af mest áberandi nöfnum í kínverskum afþreyingar- og auglýsingaiðnaði.Continue reading Kvikmyndagerð Fyrir Kínverja→