Munurinn á asískum táknmálum og evrópskum ritmálum með augum lesblindra
Sólveig Margrét Diðriksdóttir
Sólveig Margrét Diðriksdóttir ætlar að kynna BA-ritgerð sína í kínverskum fræðum við Háskóla Íslands en hún stundaði einnig kínverskunám í hafnarborginni Xiamen, Suður-Kína. Ritgerðin fjallar um muninn á asískum ritmálum sem styðjast við tákn (eða myndletur) og evrópskum ritmálum með augum lesblindra, en sjálf er hún lesblind.
Fjallað verður stuttlega um:
Hver er munur þessara ritmála?
Hvert er eðli lesblindu?
Eru hlutfallslega fleiri lesblindir í Asíu eða Evrópu?
Henta einhver ritkerfi betur en önnur fyrir lesblinda?
Hvernig er að vera lesblindur í Kína?
Hún vonast til að þessi kynning verði til þess að fólk sjái fleiri hliðar á ritmálum sem notuð eru dags daglega út um allan heim og einnig hvernig betur er hægt að koma til móts við lesblinda.
Viðburðurinn er hluti af fyrirlestraröðinni Snarl og spjall um Kína sem Kínversk-íslenska menningarfélagið stendur að í samvinnu við Konfúsíusarstofnunina Norðurljós. Fyrirlesturinn fer fram fimmtudaginn 10. apríl 2025, kl.17:30, í stofu 007 í Veröld – húsi Vigdísar og er öllum opinn. Boðið er upp á veitingar og geta gestir spjallað saman, myndað tengsl eða guanxi, eins og það heitir á kínversku. Síðan hefst frásögn Sólveigar.