Í tilefni af kínversku áramótunum 2025 efnum við, Kínversk íslenska menningarfélagið og Íslensk-kínverska viðskiptaráðið, til áramótafagnaðar fimmtudaginn 6. febrúar n.k. og fögnum ári snáksins, sem þá verður nýgengið í garð.
Aðalfundur KÍM 01. nóvember 2023 á veitingastaðnum Tian
70. starfsár Kínversk-Íslenska menningarfélagsins.
Fundarstjóri: G. Jökull Gíslason og Kristján Jónsson í kosningahluta fundarins
Fundur settur kl.18:15 og fundargestir 21 talsins.
Formaður KÍM, Kristján Jónsson, tekur til máls, setur fundinn og býður gesti velkomna. 1. Skýrsla formanns.
Formaður fór yfir starfsemi síðasta árs, og greindi frá því að fyrri formaður KÍM, Þorkell Ólafur Árnason, hefði sagt sig frá störfum vegna slæmrar heilsu og varaformaður þá tekið við. Kristján minnti á að þetta er 70. starfsár KÍM en það var stofnað árið 1953 og að félagið sé elsta starfandi menningarfélagið með tengsl við Kína. Continue reading Fundargerð Aðalfundar Kím 1. Nóvember 2023→
Sunnudaginn 7. maí héldu KÍM og Konfúsíusarstofnun í samvinnu við Heilsudrekann heilsudag með kínverskri teathöfn og qigong við Skátaskálann á Lækjarbotnum. Skammt frá skálanum er bergvatnslind þar sem streymir fram hreint og tært drykkjarvatn, tilvalið til notkunar í tedrykkju. Þannig mætast hreint íslenskt vatn og hágæða kínversk telauf og úr verður hinn fullkomni tebolli.