Austurförin yfir Kínverskubrúna Ísadóra Ísfeld Finnsdóttir og Rósa Birgitta Ísfeld
Mæðgurnar Ísadóra Ísfeld Finnsdóttir og Rósa Birgitta Ísfeld héldu í sína fyrstu Kínareisu nú í október. Ísadóra er nemandi í 10. bekk Laugalækjarskóla og er margt til lista lagt. Hún hefur m.a. lært kínversku frá unga aldri og fór til Tianjin sem fulltrúi Íslands í alþjóðlegu ræðu- og hæfileikakeppnina Kínverskubrúna, sem haldin er árlega í Kína. Þar flutti Ísadóra ræðu og söng á kínversku auk þess að leika á trompet í sýningaratriði sínu. Mæðgurnar munu deila upplifunum sínum af ferðalaginu og þessu fjölmenna ungmennamóti, þar sem keppendur frá öllum heimshornum sýndu listir sínar.Continue reading Austurförin Yfir Kínverskubrúna→
För kínversks námsmanns um Ísland, brúarsmíði menningarheima og atvinnugreina Tingting Zheng
Tingting Zheng stundar doktorsnám í jarðvísindum við Háskóla Íslands sem meðlimur í GRÓ-jarðhitaþjálfun UNESCO (GRÓ – Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu). Hún er með B.Sc. gráðu í vatnafræði og auðlindaverkfræði og M.Sc. gráðu í grunnvatnsvísindum og verkfræði frá China University of Geosciences. Áður starfaði Tingting sem vatnajarðfræðingur í Kína og tók nýlega við nýju hlutverki sem jarðhitalónsverkfræðingur í hlutastarfi hjá Arctic Green Energy, alþjóðlegu fyrirtæki á sviði endurnýjanlegrar orku. Auk þess er hún meðstofnandi Iceland Academy ehf., íslensku fyrirtækis sem sérhæfir sig í að veita upplýsingar um innritun í íslenska háskóla og bjóða kínverskum háskólanemum upp á nám á Íslandi.Continue reading Jarðhitaævintýri→