Munurinn á asískum táknmálum og evrópskum ritmálum með augum lesblindra Sólveig Margrét Diðriksdóttir
Sólveig Margrét Diðriksdóttir ætlar að kynna BA-ritgerð sína í kínverskum fræðum við Háskóla Íslands en hún stundaði einnig kínverskunám í hafnarborginni Xiamen, Suður-Kína. Ritgerðin fjallar um muninn á asískum ritmálum sem styðjast við tákn (eða myndletur) og evrópskum ritmálum með augum lesblindra, en sjálf er hún lesblind.
För kínversks námsmanns um Ísland, brúarsmíði menningarheima og atvinnugreina Tingting Zheng
Tingting Zheng stundar doktorsnám í jarðvísindum við Háskóla Íslands sem meðlimur í GRÓ-jarðhitaþjálfun UNESCO (GRÓ – Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu). Hún er með B.Sc. gráðu í vatnafræði og auðlindaverkfræði og M.Sc. gráðu í grunnvatnsvísindum og verkfræði frá China University of Geosciences. Áður starfaði Tingting sem vatnajarðfræðingur í Kína og tók nýlega við nýju hlutverki sem jarðhitalónsverkfræðingur í hlutastarfi hjá Arctic Green Energy, alþjóðlegu fyrirtæki á sviði endurnýjanlegrar orku. Auk þess er hún meðstofnandi Iceland Academy ehf., íslensku fyrirtækis sem sérhæfir sig í að veita upplýsingar um innritun í íslenska háskóla og bjóða kínverskum háskólanemum upp á nám á Íslandi.Continue reading Jarðhitaævintýri→