Sunnudaginn 23. nóvember var efnt til hátíðarsamkomu í Norræna húsinu. Á eftir voru veitingar í boði félagsins og sýning á flugdrekunum. Fjölmörg atriði voru á dagskrá.
Ávörp fluttu Arnþór Helgason, formaður Kím og Chen Haosu, formaður kínversku vináttusamtakanna. Fjöldi atriða var á dagskrá. Hátíðina sóttu um 200 manns.
Með sendinefnd Vináttusamtakana komu tveir hljóðfæraleikarar, þær Sun Xing, sem lék á zheng og Chen Yu, sem lék á pipa.