Sunnudaginn 9. ágúst kom hingað til lands 6 manna sendinefnd frá Huangpu-hverfi í Shanghai. Nefndin hefur verið á ferð um Evrópu að kynna sér endurgerð gamalla bygginga. Huangpu er í hinum svo kallaða Evrópuhluta Shanghai og þar er fjöldi gamalla húsa frá þeim tíma að Evrópumenn réðu lofum og lögum í borginni.
Erindi nefndarmanna var að kynna sér viðhald og endurgerð ásamt húsafriðun.
Nefndin átti fund í Árbæjarsafni með Magnúsi Skúlasyni, formanni Húsafriðunarnefndar ríkisins, Gunnþóru Guðmundsdóttur, sérfræðingi á Minjastofnun og Maríu Gísladóttur, sérfræðingi á sviði húsaverndar á safninu. Lýstu þeir ánægju með starfið hér á landi og sýndu ýmsum þáttum þess mikinn áhuga.
Einn nefndarmanna vinnur á vegum fyrirtækis í Shanghai sem fæst einkum við endurbyggingu húsa í franska hluta borgarinnar. Segir hann að verndun gamalla bygginga njóti nú forgangs, en stundum sé nauðsynlegt að finna þeim nýtt hlutverk.
Fulltrúar Kím, Arnþór Helgason og Kristján H.Kristjánsson, önnuðust undirbúning fundarins.