Kínversk áramótahátíð Mánudaginn 8. Febrúar 2016

IKV600 KIM_logo_alt_square_Gif

Í tilefni af kínversku áramótunum munu Íslensk-kínverska viðskiptaráðið og Kínversk-íslenska menningarfélagið fagna ári apans mánudaginn 8. febrúar  kl. 19.00 á Veitingahúsinu Tían, Grensásvegi 12, 108 Reykjavík.

Hafliði Sævarsson verkefnastjóri á skrifstofu alþjóðasamskipta Háskóla  Íslands heldur erindi um hrun hlutabréfamarkaðarins í Kína og efnahagshorfur almennt.  Þá mun Halldór Zhan Xinyu, sem stundar nám í íslensku, flytja stutta tölu.

Skráning fer fram hér
Einnig er hægt að skrá sig með því að senda á netfangið kim@kim.is.

Boðið verður upp 8 rétta matseðil auk forréttar og eftirréttar.

Verð kr. 4.000.

Blönduð sjávarréttasúpa  (forréttur)
1.       Fiskur ”braised”
2.       Kjúklingur ”la zi”
3.       Svínakjöt ”jiang pao”
4.       Steiktar rækjur með baunum
5.       Kúmen nautakjöt eða nautakjöt í ostrusósu
6.       Heimagerð tofu með grænmeti í ostrusósu
7.       Steikt kínakál með hvítlauk
8.       Nautakjöt í ostrusósu
Hrísgrjón fylgja með réttunum

Á eftir verður borið fram te og  ávextir.

f.h. Íslensk-kínverska viðskiptaráðið f.h. Kínversk-íslenska menningarfélagið

 

Ársæll Harðarson Arnþór Helgason

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *