Endalok Menningarbyltingarinnar Og Arfleifð Mao’s Formanns

Kínversk-íslenska menningarfélagið efnir til fundar miðvikudaginn 1. júní nk. kl. 20:00 í Kínasafni Unnar, Njálsgötu 33, en  um þetta leyti eru 50 ár síðan menningarbyltingunni var hrundið af stað.

Ragnar Baldursson, fyrsti sendiráðsfulltrúi íslenska sendiráðsins í Beijing og fyrrum formaður KÍM, flytur erindið Endalok Menningarbyltingarinnar og arfleifð Mao’s formanns.

Hann mun einnig kynna bók sína, Ninteen Seventy-Six, Penguin China Special sem fjallar um atburði ársins þegar Mao formaður lést
en Ragnar var þá nýkominn til náms í Pekingháskóla.

Ragnar er einhver fjölfróðasti Íslendingur um kínversk málefni á þessari öld og sögu landsins. Eru því allar líkur á að um skemmtilegt og fróðlegt erindi verði að ræða og áhugaverðar umræður að erindinu loknu.

Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir.
Stjórn KÍM

Nineteen-Seventy-Six

Ragna_Hopmynd

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *