Í júní 2016 sótti nefnd á vegum Kínversku listamannasamtakanna (China Federation of Literary and Art Circles) Kínversk-íslenska menningarfélagið heim, en nokkurt samstarf hefur verið á milli samtakanna um árabil. Tilgangur heimsóknarinnar var að efla þetta starf enn frekar.
Fundur með nefndarmönnum var haldinn á heimili Hrafns Gunnlaugssonar mánudaginn 20. júní. Af hálfu Kím sátu fundinn Guðrún Margrét Þrastardóttir, Kristján H. Kristjánsson og Ásgeir Beinteinsson auk gestgjafans, Hrafns, sem sýndi gestum húsið og umhverfi þess. Sérstaklega var skoðaður járnhörgurinn sem Hilmar Örn Hilmarsson,
allsherjargoði, helgaði Óðni árið 2014. Continue reading Fundur Með Nefnd Kínversku Listamannasamtakanna