Bók Einars Fals M.a.um Kína

Flestir staðir heimsins eru á einhvern hátt frásagnaverðir en á sumum stöðum birtist saga mannkyns svo skýrt að hún getur setið fyrir á ljósmynd. Á ferðum sínum undanfarna áratugi hefur Einar Falur Ingólfsson elt uppi þessa staði. Hann myndar rústir Tvíburaturnanna á meðan enn rýkur úr þeim í september 2001. Hann siglir um Yangtze-fljót rétt áður en lokið var við stærsta mannvirki síðari alda, hina tröllauknu Þriggja gljúfra stíflu í Kína. Hann slæst í hóp milljóna manna sem elta augnablikið þegar líf þeirra sameinast eilífum undrum og hann fetar djúpt í iður jarðar í slóð námumanna sem skipta á blóði og silfri. Í einstöku samspili stórskemmtilegra frásagna og áhrifamikilla ljósmynda verður til svipmynd af heiminum á okkar dögum. Heimi án vegabréfs.

Hönnun: Bergdís Sigurðardóttir
210×138 mm
320 blaðsíður
Innbundin
Íslenska

einarfalur-1

efijpg

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *