Fundarboð
Aðalfundur Kínversk-íslenska menningarfélagsins (KÍM) verður haldinn þriðjudaginn 17. október nk. á veitingastaðnum Tian, Grensásvegi 12 og hefst kl. 18:00.
Á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf, samanber lög félagsins:
https://kim.is/log/
Eftir að almennum fundarstörfum lýkur segir Hinrik Hólmfríðar-og Ólason frá þátttöku sinni í alþjóðlegri ræðukeppni síðastliðið sumar, en Hinrik er vel mæltur á kínversku. Ýmislegt gerðist í ferðinni sem ætti að vekja athygli fólks.
Á eftir verður kínverskur matur á boðstólnum. Um er að ræða 8 rétta matseðil. Verð fyrir einstakling er 4.200 kr.
Þeir, sem hyggjast taka þátt í kvöldverðinum, eru beðnir að skrá sig eigi síðar en sunnudaginn 15. okt. fyrir kl. 22 í síma 8973766 eða á netfangið kim@kim.is.
Félagsmenn eru hvattir til að mæta og taka með sér gesti. Nýir félagsmenn eru boðnir hjartanlega velkomnir.
Eins og greint hefur verið frá gefur núverandi formaður, Arnþór Helgason, ekki kost á sér til endurkjörs. Arnþór hefur verið formaður félagsins í 30 ár í þremur lotum og meira eða minna tengdur stjórn þess í 43 ár af þeim 48 árum sem hann hefur verið í félaginu.
Eitt framboð hefur borist til formennsku í félaginu. Guðrún Margrét Þrastardóttir, sem hefur verið í stjórn og varastjórn frá 2009, býður sig fram til formanns.
Fólk er eindregið hvatt til að bjóða fram krafta sína í þágu þeirra málefna sem félagið vinnur að.
Með félagskveðju,
Stjórn Kím