Alþjóðleg Myndlistarsamkeppni Og Sýning í Kína í Júlí 2018

Alþjóðleg myndlistarsamkeppni og sýning í Kína í júlí 2018

Alþjóðleg myndlistarsamkeppni barna og sýning verður haldin í borginni Tianjin í Kína í júlí 2018.

Samkeppnin verður haldin á vegum Vináttustofnunar Kína við erlend ríki og borgaryfirvalda í Tianjin.

Á hátíðinni verða veitt verðlaun fyrir bestu myndirnar. Skipulagsnefnd hátíðarinnar býður börnum frá öllum heimshornum að taka þátt í þessari myndlistarsamkeppni.

Veitt verða gull-, silfur- og bronsverðlaun fyrir bestu verkin. Sýningin mun standa yfir í 8 daga. Bestu verkin verða síðan gefin út í myndabók og munu eintök af bókinni verða send til Sameinuðu þjóðanna, allra ríkisstjórna og allra erlendra sendiráða í Kína. Continue reading Alþjóðleg Myndlistarsamkeppni Og Sýning í Kína í Júlí 2018

Boð í Alþjóðlega Listahátíð Ungmenna í Tianjin 27.-31. Júlí 2018

 

Langar þig að fara til Kína ?
Þátttaka íslenskra ungmenna í alþjóðlegri listahátíð í Tianjin 27.-31. júlí 2018

Auglýst er eftir einstaklingum eða hópi ungmenna á aldrinum 13 – 18 ára til að taka þátt í alþjóðlegri listahátíð ungmenna í borginni Tianjin í Kína dagana 27. -31. júlí 2018.

Listahátíðin er haldin á þriggja ára fresti af opinberum samtökum í Kína sem vilja stuðla að vináttu friði og samskiptum ungmenna frá ólíkum þjóðum. Continue reading Boð í Alþjóðlega Listahátíð Ungmenna í Tianjin 27.-31. Júlí 2018