Langar þig að fara til Kína ?
Þátttaka íslenskra ungmenna í alþjóðlegri listahátíð í Tianjin 27.-31. júlí 2018
Auglýst er eftir einstaklingum eða hópi ungmenna á aldrinum 13 – 18 ára til að taka þátt í alþjóðlegri listahátíð ungmenna í borginni Tianjin í Kína dagana 27. -31. júlí 2018.
Listahátíðin er haldin á þriggja ára fresti af opinberum samtökum í Kína sem vilja stuðla að vináttu friði og samskiptum ungmenna frá ólíkum þjóðum.
Þema hátíðarinnar 2018 er; Friður, vinátta og framtíð.
Þátttakendum verður séð fyrir gistingu, máltíðum og ferðum á meðan á dvölinni stendur í Tianjin en greiða ferðakostnað sjálfir til Kína.
Þátttakendum er ætlað að koma með eigið framlag til listahátíðarinnar á sviði sviðslista; tónlistar, dans og/eða leikhúss og skal atriðið vera að lágmarki 20 mínútur að lengd. Þátttakendur geta verið allt frá einum til 12 manns.
Farastjórn verður skipulögð af Kínversk-íslenska menningarfélaginu en þetta er í annað sinn sem farið verður á listahátíðina, síðast árið 2015. Hér er um þá ferð:
https://kim.is/2015/10/03/vel-heppnud-ferd-a-listahatid-aeskufolks-i-tianjin/#more-163
Umsækjendur skulu senda inn tillögur að framlagi sem þeir gætu lagt fram á listahátíðinni í Tianjin. Þegar hópur hefur verið valinn til ferðarinnar verður hann boðaður í viðtal til að kynna/sýna framlag sitt fyrir úthlutunarnefnd í febrúar 2018.
Í umsókninni skal koma fram:
- Greinargóð lýsing á framlaginu og lengd þess í flutningi.
- Tíma- og verkáætlun.
- Hvernig einstaklingurinn eða hópurinn hyggst fjármagna ferðina.
- Upplýsingar um aðstandendur verkefnisins – stutt ferilskrá og nefna einn ábyrgðarmann og netfang hans.
Þættir sem hafðir verða til hliðsjónar við mat á umsóknum:
- Að verkið falli að þema hátíðarinnar – Friður, vinátta og framtíð
- Verkáætlun og framkvæmd, þ.á.m. hvenær verkið sé tilbúið til flutnings
- Að hópurinn/einstaklingurinn eigi raunhæfa möguleika á að fjármagna ferðakostnaðinn.
- Gæði umsóknar
Umsóknarfrestur er til miðnættis sunnudagsins 11. febrúar 2018
Umsóknir ásamt fylgigögnum og fyrirspurnir sendist til Kínversk-íslenska menningarfélagsins á netfangið listahatid@kim.is
Öllum umsóknum verður svarað og niðurstöður munu liggja fyrir eigi síðar en í lok febrúar 2018.
Boðið sem pdf-skjal:
Alþjóðleg listahátíð ungmenna í Tianjin 2018