það Ku Vera Fallegt í Kína

Það ku vera fallegt í Kína
Snarl og spjall um Kína haustið 2018

Kínversk-íslenska menningarfélagið og Konfúsíusarstofnunin Norðurljós standa fyrir mánaðarlegum viðburðum þar sem gestum er boðið að hittast, spjalla saman og hlusta á fjölbreytta fyrirlestra tengdum Kína. Viðburðirnir verða í kjallara Veraldar, húsi Vigdísar, að Brynjólfsgötu 1, 107 Reykjavík. Næg frí bílastæði eru við bygginguna. Fyrst er boðið upp á léttar veitingar í boði Konfúsíusarstofnunar kl. 17:30 og síðan hefst fyrirlestur dagsins, sem miðað er við að taki um 30-40 mínútur.

Viðburðirnir eru ókeypis og allir velkomnir.

Verold

Dagskrá

Fimmtudagur 13. september kl. 17:30 – í stofu VHV-007
Jarðfræði Kína
Brynhildur Magnúsdóttir, jarðfræðingur og jarðfræðikennari við Landbúnaðarháskóla Íslands mun fræða gesti um náttúrufar og jarðfræði Kína, en þetta stóra land býr yfir miklum jarðfræðilegum fjölbreytileika og fegurð ásamt gríðarlega langri jarðsögu.

Fimmtudagur 11. október kl.17:30 – í stofu VHV-008
Upplifun af Wugulun kungfu-skóla í Henan
Joanna Kraciuk, nemi í kínverskum fræðum og tölvunarfræði við Háskóla Íslands, segir frá upplifun sinni af mánaðardvöl í sérstökum kungfuskóla í Henan-héraði í suðursveit Kína.

Fimmtudagur 15. nóvember kl. 17:30 – í stofu VHV-007
Bókmenntir og þýðingar
Halldór Xinyu Zhang, þýðandi og meistaranemi í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands fjallar um þýðingar en hann þýddi meðal annars bækurnar Hundadaga og Riddara hringstigans eftir Einar Má Guðmundsson á kínversku og hlaut þýðing hans á Hundadögum bókmenntaverðlaun í Kína. Halldór hefur einnig þýtt bókina Meðan nóttin líður eftir Fríðu Á. Sigurðardóttur og nýlega kom út smásagnasafn sem hefur að geyma þýðingar hans á sex smásögum eftir Svövu Jakobsdóttur, Steinunni Sigurðardóttur, Braga Ólafsson, Gyrði Elíasson, Jón Kalmann Stefánsson og Kristínu Eiríksdóttur. 

Viðhengi –Attachment
Veröld – Snarl og spjall um Kína

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *