Toppur

Wugulun Kungfu-skólinn í Henan

Upplifun af Wugulun kungfu-skóla í Henan
Snarl og spjall um Kína haustið 2018

Joanna Kraciuk, nemi í kínverskum fræðum og tölvunarfræði við Háskóla Íslands, segir frá upplifun sinni af Wugulun-kungfu skóla í Henan-héraði í suðursveit Kína, en þetta er í þriðja sinn sem hún dvaldist þar við æfingar. Þar er iðkað kungfu með mikila áhersla á hugleiðslu. Hún á ættir að rekja til Póllands en talar íslensku eins og innfæddir. Auk pólsku og íslensku talar hún líka ensku, norsku og kínversku og hefur ferðast víða.

Þessi viðburður er á vegum Kínversk-íslenska menningarfélagsins og Konfúsíusarstofnuninnar Norðurljósa, sem býður einnig upp á ókeypis veitingar. Hann verður haldinn fimmtudaginn 11. október kl. 17:30 – í stofu VHV-008, sem er í kjallara Veraldar, húsi Vigdísar, að Brynjólfsgötu 1, Reykjavík. Næg frí bílastæði eru við bygginguna. Fyrst geta gestir spjallað saman og fengið sér veitingar en síðan er fyrirlesturinn sem miðað er við að taki um 30-40 mínútur.
Verold

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *