Lífið á Bingdao
Hu Yuanming (Ming)
Fimmtudaginn 16.maí var síðasti viðburður fyrirlestraraðarinnar Snarl og spjall haldinn í Veröld, húsi Vigdísar, en gert er ráð fyrir að halda mánaðarlegum viðburðunum áfram í haust.
Hu Yuanming, oft kallaður Ming, kom og sagði frá menningarmun Íslands og Kína út frá sinni reynslu, en hann hefur verið búsettur á Íslandi í 10 ár. Hann hefur lokið háskólagráðum í kennslufræðum bæði í Kína og við Háskóla Íslands og hefur mikinn áhuga á menningu landanna. Á Íslandi hefur hann meðal annars starfað við kínverskukennslu og leiðsögn kínverskra ferðamanna. Continue reading Lífið á Bingdao